Fótbolti

Sabella: Okkar besti leikur á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Gonzalo Higuain, hetja Argentínu, var vitanlega ánægður í leikslok, en hann tryggði Argentínu í undanúrslit heimsmeistaramótsins.

„Við erum komnir í undanúrslit sem okkur hefur ekki tekist í mörg ár. Núna þurfum við að spila vel og reyna að komast í úrslitaleikinn," sagði markaskorarinn í leikslok.

„Við gáfum allt sem við áttum, þetta er HM og þetta er ekki á hverjum degi. Það eru tveir leikir eftir í stóra drauminn."

Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, tók í sama streng og var ánægður með sína menn.

„Þetta var okkar besti leikur á HM. Þetta er mikil ánægja fyrir liðið, fyrir fjölskylduna mína og fyrir alla."

„Þrátt fyrir alla gleðina, eru meiðsli Angel Di Maria mikil blóðtaka fyrir okkur," sagði Sabella.

Argentína mætir annað hvort Hollandi eða Kosta Ríka í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×