Erlent

Lögðu hald á 127 kíló af kókaíni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kókaínið fannst innan um segl skipsins.
Kókaínið fannst innan um segl skipsins. VÍSIR/AFP
Spænska lögreglan segist hafa lagt hald á um 127 kíló af kókaíni sem flutt var með spænsku herskipi frá Kólumbíu. Talið er að skipið hafi flutt hluta efnisins til New York.

Í tilkynningu frá yfirvöldum kemur fram að þrír áhafnarmeðlimir hafi verið handteknir í tengslum við málið. Efnið kom í leitirnar á laugardaginn síðastliðinn en skipverjarnir höfðu falið það innan um segl skipsins.

Rannsókn á málinu hófst í maí síðastliðnum þegar bandarísk hafnaryfirvöld handtóku tvo Kólumbíumenn sem grunaðir voru um að hafa nálgast um 20 kíló af kókaíni hjá skipverjum á skipinu, Juan Sebastian de Elcano, þegar það hafði viðkomu í New York.

Talið er að skipverjarnir hafi nálgast efnið í borginni Cartegena de Indias á norðvesturströnd Kolumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×