Erlent

Barfoed hættir sem leiðtogi danskra Íhaldsmanna

Atli Ísleifsson skrifar
Barfoed tók við embætti formanns Íhaldsflokksins í Danmörku af Lene Espersen árið 2011.
Barfoed tók við embætti formanns Íhaldsflokksins í Danmörku af Lene Espersen árið 2011. Vísir/AFP
Lars Barfoed hefur látið af störfum sem formaður danska Íhaldsflokksins. Á vef danska ríkisútvarpsins segir að Barfoed hafi sjálfur tekið ákvörunina um að stíga til hliðar. Barfoed hefur sjálfur hvatt til að borgarstjóri Viborg, Søren Pape Poulsen, taki við formannsstöðunni.

Barfoed var kjörinn inn á danska þingið árið 2001 og varð fyrst ráðherra árið 2008 þegar hann tók við embætti samgönguráðherra. Árið 2008 tók hann við stöðu þingflokksformanns Íhaldsmanna og 2011 embætti dómsmálaráðherra. 2011 tók hann svo við embætti formanns Íhaldsflokksins af Lene Espersen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×