Erlent

Berjast enn við skógarelda í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Eld­arn­ir eru þeir verstu í manna minn­um og ná yfir 190 ferkílómetra svæði.
Eld­arn­ir eru þeir verstu í manna minn­um og ná yfir 190 ferkílómetra svæði. Vísir/AFP
Fjórar sérbúnar erlendar flugvélar, um tuttugu þylur og tvö hundruð slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í Västmanland.

Enn hefur ekki tekist af ná stjórn á eldunum. Þó að árangur hafi nást í baráttunni er óttast að skyndilegar veðrabreytingar kunni að gera hann að engu.

Lars-Göran Uddholm, talsmaður slökkviliðs, segir í samtali við DN að veðrið hafi hjálpað til í dag og hann vonast til að hagstæð vindátt haldist þannig að mögulegt sé að ná tökum á eldinum.



„Við höfum verið að vinna að því að einangra eldinn. Áður hefur þetta einungis snúist um að halda honum í skefjum gegn vindáttinni, en nú er reynt að slökkva eldinn frá jöðrunum,“ segir Uddholm.

Eld­arn­ir eru þeir verstu í manna minn­um og ná yfir 190 ferkílómetra svæði, en til samanburðar má nefna að Þingvallavatn er um 84 ferkílómetrar að stærð. Einn er lát­inn og mörg hundruð hafa þurft að flýja heim­ili sín vegna skógareldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×