Erlent

Rauðir Khmerar í lífstíðarfangelsi

Mynd/AP
Tveir af fyrrverandi leiðtogum Rauðu Khmeranna sem stjórnuðu Kambódíu með afar harðri hendi á áttunda áratugi síðustu aldar hafa verið dæmdir í lífsstíðarfangelsi.

Þeir voru ákærðir af sérstökum glæpadómstóli í heimalandi sínu sem Sameinuðu-þjóðirnar standa að ásamt yfirvöldum í landinu. Nuon Chea var aðstoðarmaður Pol Pot sem fór fyrir ógnarstjórn Khmeranna og Kheu Samphan var forseti Kambódíu á tímabilinu.

Þeir eru fyrstu liðsmenn Khmeranna sem látnir eru svara til saka fyrir ódæðisverk stjórnarinnar en talið er að allt að tvær milljónir manna hafi látið lífið í landinu á tímabilinu frá 1975 til 1979.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×