Erlent

Svíar afþökkuðu hjálp Rússa gegn skógareldum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Flugvélar á vegum Ítala og Frakka varpa nú vatni á skógarelda í Svíþjóð. Fleiri lönd hafa boðið fram aðstoð sína, þar á meðal Rússland, en henni var hafnað. Rússar buðu fram flugvél sem rúmar 40 rúmmetra af vatni eða sem svarar til 40 þúsund lítra.

Á vef Aftenposten segir að ástæða höfnunarinnar hafi verið að umferð um lofthelgi svæðisins væri þegar of mikil.

„Þetta er ekki spurning um hvort flugvélarnar sem við erum með dugi til verksins eða ekki. Við getum ekki verið með fleiri vélar í loftinu,“ segir Lars-Göran Uddholm við Aftenposten. „Það er hætta á slysum og við viljum ekki þurfa að eiga við flugslys í miðri baráttu gegn skógareldum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×