Erlent

Alþjóðlegu neyðarástandi lýst yfir vegna ebólufaraldurs

vísir/ap
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir í morgun að alþjóðlegt neyðarástand ríkti nú vegna ebólufaraldursins í vestanverðri Afríku. Afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar, sérstaklega með tilliti til þess hve sjúkdómurinn smitast auðveldlega og hverstu illvígur hann er.

Yfirlýsingin barst að loknum tveggja daga neyðarfundi sem haldinn var í Sviss. Til þessa hafa rúmlega 930 manns orðið ebólunni að bráð frá því faraldurinn braust út fyrr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×