Rússar gætu hafa gleymt Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 8. ágúst 2014 13:00 vísir/afp Norskur sérfræðingur í alþjóðamálum segir erfitt að útskýra hvers vegna Rússar beita Norðmenn en ekki Íslendinga viðskiptaþvingunum. Hugsanlega eigi Rússar eftir að bæta Íslandi á listann eða þeir vilji hafa opna leið til að flytja vestrænar vörur inn í gegnum Ísland. Það hefur vakið athygli að Rússar hafa ákveðið að setja innflutningsbann á norskar matvörur en ekki Íslenskar, en löndin eru bæði aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og flytja út svipaðar vörur til Rússlands. Þá hafa bæði ríkin lýst stuðningi við efnahagsþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Indra Øverland framkvæmdastjóri hjá Norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI) segir erfitt að útskýra hvers vegna Ísland er ekki á lista Rússa, ef til vill hafi þeir hreinlega gleymt Íslandi eða finnist það ekki skipta máli vegna smæðarinnar. „Ég hreinlega veit ekki ástæðuna en það getur hugsast að þeir vilji með þessu halda opinni leið til að kaupa vestrænar vörur sem þeir hefðu annars flutt inn frá Noregi og öðrum löndum frá og í gegnum Ísland,“ segir Øverland.Indra Øverland.Norsk stjórnvöld ekki hafa verið herskárri gagnvart Rússum en stjórnvöld annarra vestrænna ríkja. „Carl Bildt utanríkisráðherra Svía hefur t.d. verið mjög neikvæður út í Rússa og sænsk stjórnvöld og dönsk hafi verið mun neikvæðari gagnvart Rússum en Norðmenn og Anders Fough Rasmussen framkvæmdastrjóri NATO er auðvitað danskur,“ segir Øverland. Hann segir aðgerðir Rússa setja þrýsting á vestræna stjórnmálamenn heima fyrir, sérstaklega ef Úkraína fjari út í fréttum og útflutningsfyrirtæki á Vesturlöndum fari að finna verulega fyrir rússneska influtningsbanninu. „Það er hins vegar alls ekki víst að það gangi eftir vegna þess að samband Rússlands og Vesturlanda er svo slæmt um þessar mundir að ólíklegt er að viðskiptaþvingunum Vesturlanda og gagnþvingunum Rússa verði aflétt í náinni framtíð,“ segir Øverland. Innflutningsbannið hafi lítil áhrif á stöðu Vladimir Putins Rússlandsforseta heimafyrir á meðan rúblan falli ekki og atvinnuleysi haldi áfram að vera lítið í Rússlandi. „Atvinnuleysi er mjög lítið í Rússlandi. Rússland er ríkt land og mun ríkara en opinberar tölur segja til um fyrir margra hluta sakir, vegna svarta markaðarins og vegna þess að rússneskur efnahagur er á margan hátt ólíkur þeim vestræna,“ segir Øverland. Fari Rússar hins vegar yfir landamærin til Úkraínu sé skrattinn laus, því úkraínskir þjóðernissinnar geti valdið miklum usla með hryðjuverkum í Rússlandi. Tengdar fréttir Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Norskur sérfræðingur í alþjóðamálum segir erfitt að útskýra hvers vegna Rússar beita Norðmenn en ekki Íslendinga viðskiptaþvingunum. Hugsanlega eigi Rússar eftir að bæta Íslandi á listann eða þeir vilji hafa opna leið til að flytja vestrænar vörur inn í gegnum Ísland. Það hefur vakið athygli að Rússar hafa ákveðið að setja innflutningsbann á norskar matvörur en ekki Íslenskar, en löndin eru bæði aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og flytja út svipaðar vörur til Rússlands. Þá hafa bæði ríkin lýst stuðningi við efnahagsþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Indra Øverland framkvæmdastjóri hjá Norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI) segir erfitt að útskýra hvers vegna Ísland er ekki á lista Rússa, ef til vill hafi þeir hreinlega gleymt Íslandi eða finnist það ekki skipta máli vegna smæðarinnar. „Ég hreinlega veit ekki ástæðuna en það getur hugsast að þeir vilji með þessu halda opinni leið til að kaupa vestrænar vörur sem þeir hefðu annars flutt inn frá Noregi og öðrum löndum frá og í gegnum Ísland,“ segir Øverland.Indra Øverland.Norsk stjórnvöld ekki hafa verið herskárri gagnvart Rússum en stjórnvöld annarra vestrænna ríkja. „Carl Bildt utanríkisráðherra Svía hefur t.d. verið mjög neikvæður út í Rússa og sænsk stjórnvöld og dönsk hafi verið mun neikvæðari gagnvart Rússum en Norðmenn og Anders Fough Rasmussen framkvæmdastrjóri NATO er auðvitað danskur,“ segir Øverland. Hann segir aðgerðir Rússa setja þrýsting á vestræna stjórnmálamenn heima fyrir, sérstaklega ef Úkraína fjari út í fréttum og útflutningsfyrirtæki á Vesturlöndum fari að finna verulega fyrir rússneska influtningsbanninu. „Það er hins vegar alls ekki víst að það gangi eftir vegna þess að samband Rússlands og Vesturlanda er svo slæmt um þessar mundir að ólíklegt er að viðskiptaþvingunum Vesturlanda og gagnþvingunum Rússa verði aflétt í náinni framtíð,“ segir Øverland. Innflutningsbannið hafi lítil áhrif á stöðu Vladimir Putins Rússlandsforseta heimafyrir á meðan rúblan falli ekki og atvinnuleysi haldi áfram að vera lítið í Rússlandi. „Atvinnuleysi er mjög lítið í Rússlandi. Rússland er ríkt land og mun ríkara en opinberar tölur segja til um fyrir margra hluta sakir, vegna svarta markaðarins og vegna þess að rússneskur efnahagur er á margan hátt ólíkur þeim vestræna,“ segir Øverland. Fari Rússar hins vegar yfir landamærin til Úkraínu sé skrattinn laus, því úkraínskir þjóðernissinnar geti valdið miklum usla með hryðjuverkum í Rússlandi.
Tengdar fréttir Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30