Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 18:30 Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.Ákvörðun Rússa um viðskiptabann á matvæli frá 28 ríkjum Evrópusambandsins, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada er viðbrögð við þeirri ákvörðun að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna hernaðaríhlutunar Rússa í Úkraínu. Athygli vekur að innflutningsbann Rússa á matvælum nær einnig til Noregs, sem er ekki ESB ríki en er hluti af innri markaði ESB í gegnum ESS-samninginn, rétt eins og Ísland.Í norskum fjölmiðlum var þessi ákvörðun Rússa sögð áfall fyrir þarlend sjávarútvegsfyrirtæki. Ákvörðunin gildir í 12 mánuði fyrst og sinn en verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum og varð m.a. verðfall í norsku kauphöllinni þegar fréttir af ákvörðun Rússa bárust. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er Ísland undanþegið innflutningsbanninu og er það jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg því íslensk útvegsfyrirtæki fluttu út sjávarafurðir fyrir alls 18,5 milljarða króna á síðasta ári. Þetta þýðir í raun að Íslendingar hefðu farið á mis við 18,5 milljarða króna á ársgrundvelli væri Ísland á listanum.Rússar kaupa makríl og síld í stórum stíl af Íslendingum. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út 113 þúsund tonn af makríl. Ef við skiptum aflanum á milli landa þá sést á þessari köku (sjá myndskeið) að rúmlega þriðjungur af öllum makríl sem Íslendingar seldu út í fyrra fór til Rússlands, eða tæplega 42 þúsund tonn, samkvæmt ölum Hagstofunnar. Þar á eftir kom Holland vegna umskipunar í Rotterdam og Litháen. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna Norðmenn eru beittir þvingunum en ekki Íslendingar en ekki hefur verið munur á utanríkisstefnu ríkjanna þegar kemur að málefnum Rússlands og íhlutunar þess í Úkraínu. Ófyrirséðar afleiðingar Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ segir að viðskiptabannið gæti skapað tækifæri og vanda fyrir Íslendinga. „Annars vegar kunna að skapast tækifæri fyrir okkur á Íslandi þegar samkeppnisaðilar neyðast til að hverfa þaðan af markaði. Á móti kemur að þessir sömu samkeppnisaðilar þurfa að sækja sér markaði annars staðar og þá kann það að valda okkur erfiðleikum þar sem við höfum haslað okkur völl, annars staðar en í Rússlandi,“ segir Kolbeinn. Hann segir erfitt að ætla á þessari stundu að setja þetta í tölur eða í samhengi en áhrifin verði eflaust mikil. „Allir sem eru í markaðssetningu á fiski í þessum löndum hljóta að vera á tánum og sjá hvernig þetta þróast en ég held að það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það núna hverf áhrifin verða.“ Kolbeinn segir að það hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg, hefði Ísland verið á þessum lista Rússa. „Ég held að það sé klárt. Nú þegar er fremur þröngt í búi í markaðssetningu á t.d makríl. Rússland er okkar aðal markaðssvæði þar, með Úkraínu og Hvíta Rússlandi. Hefði þetta bæst við hefði það valdið gríðarlegum vandræðum og maður getur ímyndað sér að verð hefði lækkað og það hefði getað orðið erfitt að losna við þessar afurðir.“ Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.Ákvörðun Rússa um viðskiptabann á matvæli frá 28 ríkjum Evrópusambandsins, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada er viðbrögð við þeirri ákvörðun að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna hernaðaríhlutunar Rússa í Úkraínu. Athygli vekur að innflutningsbann Rússa á matvælum nær einnig til Noregs, sem er ekki ESB ríki en er hluti af innri markaði ESB í gegnum ESS-samninginn, rétt eins og Ísland.Í norskum fjölmiðlum var þessi ákvörðun Rússa sögð áfall fyrir þarlend sjávarútvegsfyrirtæki. Ákvörðunin gildir í 12 mánuði fyrst og sinn en verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum og varð m.a. verðfall í norsku kauphöllinni þegar fréttir af ákvörðun Rússa bárust. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er Ísland undanþegið innflutningsbanninu og er það jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg því íslensk útvegsfyrirtæki fluttu út sjávarafurðir fyrir alls 18,5 milljarða króna á síðasta ári. Þetta þýðir í raun að Íslendingar hefðu farið á mis við 18,5 milljarða króna á ársgrundvelli væri Ísland á listanum.Rússar kaupa makríl og síld í stórum stíl af Íslendingum. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út 113 þúsund tonn af makríl. Ef við skiptum aflanum á milli landa þá sést á þessari köku (sjá myndskeið) að rúmlega þriðjungur af öllum makríl sem Íslendingar seldu út í fyrra fór til Rússlands, eða tæplega 42 þúsund tonn, samkvæmt ölum Hagstofunnar. Þar á eftir kom Holland vegna umskipunar í Rotterdam og Litháen. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna Norðmenn eru beittir þvingunum en ekki Íslendingar en ekki hefur verið munur á utanríkisstefnu ríkjanna þegar kemur að málefnum Rússlands og íhlutunar þess í Úkraínu. Ófyrirséðar afleiðingar Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ segir að viðskiptabannið gæti skapað tækifæri og vanda fyrir Íslendinga. „Annars vegar kunna að skapast tækifæri fyrir okkur á Íslandi þegar samkeppnisaðilar neyðast til að hverfa þaðan af markaði. Á móti kemur að þessir sömu samkeppnisaðilar þurfa að sækja sér markaði annars staðar og þá kann það að valda okkur erfiðleikum þar sem við höfum haslað okkur völl, annars staðar en í Rússlandi,“ segir Kolbeinn. Hann segir erfitt að ætla á þessari stundu að setja þetta í tölur eða í samhengi en áhrifin verði eflaust mikil. „Allir sem eru í markaðssetningu á fiski í þessum löndum hljóta að vera á tánum og sjá hvernig þetta þróast en ég held að það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það núna hverf áhrifin verða.“ Kolbeinn segir að það hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg, hefði Ísland verið á þessum lista Rússa. „Ég held að það sé klárt. Nú þegar er fremur þröngt í búi í markaðssetningu á t.d makríl. Rússland er okkar aðal markaðssvæði þar, með Úkraínu og Hvíta Rússlandi. Hefði þetta bæst við hefði það valdið gríðarlegum vandræðum og maður getur ímyndað sér að verð hefði lækkað og það hefði getað orðið erfitt að losna við þessar afurðir.“
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira