Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 18:30 Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.Ákvörðun Rússa um viðskiptabann á matvæli frá 28 ríkjum Evrópusambandsins, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada er viðbrögð við þeirri ákvörðun að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna hernaðaríhlutunar Rússa í Úkraínu. Athygli vekur að innflutningsbann Rússa á matvælum nær einnig til Noregs, sem er ekki ESB ríki en er hluti af innri markaði ESB í gegnum ESS-samninginn, rétt eins og Ísland.Í norskum fjölmiðlum var þessi ákvörðun Rússa sögð áfall fyrir þarlend sjávarútvegsfyrirtæki. Ákvörðunin gildir í 12 mánuði fyrst og sinn en verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum og varð m.a. verðfall í norsku kauphöllinni þegar fréttir af ákvörðun Rússa bárust. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er Ísland undanþegið innflutningsbanninu og er það jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg því íslensk útvegsfyrirtæki fluttu út sjávarafurðir fyrir alls 18,5 milljarða króna á síðasta ári. Þetta þýðir í raun að Íslendingar hefðu farið á mis við 18,5 milljarða króna á ársgrundvelli væri Ísland á listanum.Rússar kaupa makríl og síld í stórum stíl af Íslendingum. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út 113 þúsund tonn af makríl. Ef við skiptum aflanum á milli landa þá sést á þessari köku (sjá myndskeið) að rúmlega þriðjungur af öllum makríl sem Íslendingar seldu út í fyrra fór til Rússlands, eða tæplega 42 þúsund tonn, samkvæmt ölum Hagstofunnar. Þar á eftir kom Holland vegna umskipunar í Rotterdam og Litháen. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna Norðmenn eru beittir þvingunum en ekki Íslendingar en ekki hefur verið munur á utanríkisstefnu ríkjanna þegar kemur að málefnum Rússlands og íhlutunar þess í Úkraínu. Ófyrirséðar afleiðingar Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ segir að viðskiptabannið gæti skapað tækifæri og vanda fyrir Íslendinga. „Annars vegar kunna að skapast tækifæri fyrir okkur á Íslandi þegar samkeppnisaðilar neyðast til að hverfa þaðan af markaði. Á móti kemur að þessir sömu samkeppnisaðilar þurfa að sækja sér markaði annars staðar og þá kann það að valda okkur erfiðleikum þar sem við höfum haslað okkur völl, annars staðar en í Rússlandi,“ segir Kolbeinn. Hann segir erfitt að ætla á þessari stundu að setja þetta í tölur eða í samhengi en áhrifin verði eflaust mikil. „Allir sem eru í markaðssetningu á fiski í þessum löndum hljóta að vera á tánum og sjá hvernig þetta þróast en ég held að það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það núna hverf áhrifin verða.“ Kolbeinn segir að það hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg, hefði Ísland verið á þessum lista Rússa. „Ég held að það sé klárt. Nú þegar er fremur þröngt í búi í markaðssetningu á t.d makríl. Rússland er okkar aðal markaðssvæði þar, með Úkraínu og Hvíta Rússlandi. Hefði þetta bæst við hefði það valdið gríðarlegum vandræðum og maður getur ímyndað sér að verð hefði lækkað og það hefði getað orðið erfitt að losna við þessar afurðir.“ Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.Ákvörðun Rússa um viðskiptabann á matvæli frá 28 ríkjum Evrópusambandsins, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada er viðbrögð við þeirri ákvörðun að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna hernaðaríhlutunar Rússa í Úkraínu. Athygli vekur að innflutningsbann Rússa á matvælum nær einnig til Noregs, sem er ekki ESB ríki en er hluti af innri markaði ESB í gegnum ESS-samninginn, rétt eins og Ísland.Í norskum fjölmiðlum var þessi ákvörðun Rússa sögð áfall fyrir þarlend sjávarútvegsfyrirtæki. Ákvörðunin gildir í 12 mánuði fyrst og sinn en verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum og varð m.a. verðfall í norsku kauphöllinni þegar fréttir af ákvörðun Rússa bárust. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er Ísland undanþegið innflutningsbanninu og er það jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg því íslensk útvegsfyrirtæki fluttu út sjávarafurðir fyrir alls 18,5 milljarða króna á síðasta ári. Þetta þýðir í raun að Íslendingar hefðu farið á mis við 18,5 milljarða króna á ársgrundvelli væri Ísland á listanum.Rússar kaupa makríl og síld í stórum stíl af Íslendingum. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út 113 þúsund tonn af makríl. Ef við skiptum aflanum á milli landa þá sést á þessari köku (sjá myndskeið) að rúmlega þriðjungur af öllum makríl sem Íslendingar seldu út í fyrra fór til Rússlands, eða tæplega 42 þúsund tonn, samkvæmt ölum Hagstofunnar. Þar á eftir kom Holland vegna umskipunar í Rotterdam og Litháen. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna Norðmenn eru beittir þvingunum en ekki Íslendingar en ekki hefur verið munur á utanríkisstefnu ríkjanna þegar kemur að málefnum Rússlands og íhlutunar þess í Úkraínu. Ófyrirséðar afleiðingar Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ segir að viðskiptabannið gæti skapað tækifæri og vanda fyrir Íslendinga. „Annars vegar kunna að skapast tækifæri fyrir okkur á Íslandi þegar samkeppnisaðilar neyðast til að hverfa þaðan af markaði. Á móti kemur að þessir sömu samkeppnisaðilar þurfa að sækja sér markaði annars staðar og þá kann það að valda okkur erfiðleikum þar sem við höfum haslað okkur völl, annars staðar en í Rússlandi,“ segir Kolbeinn. Hann segir erfitt að ætla á þessari stundu að setja þetta í tölur eða í samhengi en áhrifin verði eflaust mikil. „Allir sem eru í markaðssetningu á fiski í þessum löndum hljóta að vera á tánum og sjá hvernig þetta þróast en ég held að það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það núna hverf áhrifin verða.“ Kolbeinn segir að það hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg, hefði Ísland verið á þessum lista Rússa. „Ég held að það sé klárt. Nú þegar er fremur þröngt í búi í markaðssetningu á t.d makríl. Rússland er okkar aðal markaðssvæði þar, með Úkraínu og Hvíta Rússlandi. Hefði þetta bæst við hefði það valdið gríðarlegum vandræðum og maður getur ímyndað sér að verð hefði lækkað og það hefði getað orðið erfitt að losna við þessar afurðir.“
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira