Enski boltinn

Forster á leið til Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Forster er á leið til Southampton.
Forster er á leið til Southampton. Vísir/Getty
Fraser Forster, markvörður Celtic, er á leið til Southampton fyrir tíu milljónir punda samkvæmt öruggum heimildum Sky Sports.

Þessi 26 ára gamli markvörður hefur verið á lista hjá Ronald Koeman, þjálfara Southampton, í allt sumar og er líklegt að hann sé að ná að klófesta Forster.

Forster var í enska landsliðshópnum sem lék á HM í Brasilíu í sumar, en þar spilaði þessi 26 ára gamli markvörður ekki neinn leik af þeim þremur sem England spilaði.

Hálfgerð brunaútsala hefur verið hjá Southampton í sumar, en Rickie Lambert, Adam Lallana, Dejan Lovren, Luke Shaw og Calum Chambers eru allir farnir frá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×