Innlent

Faðir stúlkunnar grunaður um morðið

Þrítugur karlmaður sem handtekinn var fyrir morð á tveggja ára gamalli stúlku í Osló í gær, er faðir stúlkunnar og er hann grunaður um að hafa myrt hana af ásetningi. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í morgun og kveðst hún nokkuð viss um að réttur aðili sé í haldi.

Stúlkan var stungin til bana í fjölskylduerjum í fjölbýlishúsi sem í það minnsta tíu manns tóku þátt í. Þrír eru alvarlega særðir eftir átökin, meðal annars móðir og móðuramma stúlkunnar.

Faðirinn var fljótlega handtekinn en annar maður, 35 ára gamall, hefur einnig legið undir grun um aðild að morðinu. Óljóst var þó hvort hann yrði ákærður.

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að átökin brutust út en aðkoman var afar slæm þegar þau voru yfirstaðin og jörðin fyrir utan húsið ötuð blóði. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir stúlkuna látna á lóðinni fyrir framan húsið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×