Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna skemmtibáta

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Bátana rak nokkuð hratt að landi.
Bátana rak nokkuð hratt að landi.
Tveir skemmtibátar urðu vélarvana rétt utan við Hrafnisti í Hafnarfirði í dag. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 15 í dag. Bátana rak nokkuð hratt að landi.

Annar báturinn varð vélarvana og fékk hinn til aðstoðar. Þá fékk sá í skrúfuna.

Björgunarbáturinn fylgdi bátunum til hafnar.MYND/JÓNAS GUÐMUNDSSON
Í þann mund sem björgunarbátur kom á staðinn hrökk annar báturinn í gang. Þá áttu bátarnir einungis eftir um 40 metra eftir upp í fjöru. Hann náði að sigla með hinn i togi lengra frá landi. Björgunarbáturinn fylgdi bátunum til hafnar í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×