Innlent

Símamótið gekk vel þrátt fyrir votviðri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stuðningsmenn létu sig ekki vanta þrátt fyrir smá vætu.
Stuðningsmenn létu sig ekki vanta þrátt fyrir smá vætu. VÍSIR/PJETUR
1914 stúlkur víðsvegar af landinu luku keppni á Símamótinu í knattspyrnu nú seinnipartinn, en þar keppa stúlkur í 5. 6 og 7. flokki. Þátttakendur eru eru um 15 prósent fleiri en í fyrra og er það sama þróun og hefur verið undanfarin ár.

Einar Sigurðsson er mótsstjóri Símamótsins og hann segir að veðrið um helgina hafi sett strik í reikning mótshaldarana.

„Þetta er búið að ganga mjög vel. Það byrjaði reyndar brösuglega en dagurinn í dag er búinn að vera stórkostlegur. Það er búin að vera sól og blíða á okkur og allir með bros á vör. Það rigndi mjög mikið á okkur. Við erum með svæði sem er hálfgerð mýri en það eiginlega gaf sig þannig að við þurfum að færa hluta af mótinu inn í Fífuna,“ segir Einar.

Því hafi þurft að endurskipuleggja hluta leikjanna en þrátt fyrir smá veitu fór allt að ganga samkvæmt áætlun á laugardag. Vellirnir hafi þolað vætuna vel.

Einar segir stelpurnar á mótinu hafa staðið sig vel. „Þær eru auðvitað framtíðin okkar í kvennaboltanum. Það var svo gaman í gærkvöldi þegar skemmtunin var hérna í Fífunni að þá voru vellirnir fullir af stelpum sem voru að leika sér í fótbolta löngu eftir að mótinu var lokið í gær sem var auðvitað stórkostlegt,“ segir Einar stoltur af sínu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×