Innlent

Bilun á Vísi

Tinni Sveinsson skrifar
Bilunin hafði einnig áhrif á aðra vefi sem eru hýstir á sama stað.
Bilunin hafði einnig áhrif á aðra vefi sem eru hýstir á sama stað.
Margir lesendur Vísis hafa eflaust tekið eftir því að vefurinn lá niðri bróðurpart dagsins í dag.

Rétt fyrir hádegi fóru bilanir að gera vart við sig í vélarsal Advania, sem hýsir Vísi.

Þessar bilanir höfðu strax þau áhrif að það hægðist smám saman á vefnum. Að lokum datt hann út seinnipartinn.

Þetta hafði einnig áhrif á aðra vefi, sem eru hýstir á sama stað.

Tæknimenn Advania unnu hörðum höndum að því að vinda ofan af biluninni og tókst það nú undir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×