Erlent

Vilja breyta HM-völlum í fjölbýlishús

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/NEW MIC

Tveir arkitektar, Sylvain Macaux and Axel de Stampa, vilja breyta knattspyrnuvöllunum tólf sem brasilísk yfirvöld reistu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í íbúðarhúsnæði.

Verkefnið, sem kallað er Casa Futbol, gerir ráð fyrir um eitt til tvö þúsund 100 fermetra íbúðum á öllum völlunum og yrði heildarfjöldi nýrra íbúða því um 20 þúsund.

Kostnaðurinn við byggingu vallanna hljóp á hundruðum milljarða íslenskra króna og er Casa Futebol talið bjóða upp á tiltölulega hagnýta lausn á aðkallandi húsnæðisskorti í landinu. 250 þúsund Brasilíumenn þurftu að yfirgefa heimili sín vegna byggingu vallanna tólf og rúmlega 18 prósent þjóðarinnar lifa undir fátæktarmörkum.

Undir öllum eðlilegum kringumstæðum verða vellirnir vannýtir að óbreyttu og er mánaðarlegur viðhaldskostnaður um 30 milljónir króna á mánuði. Þrátt fyrir að Casa Futebol sé einungis hugmynd á teikniborðinu þá býður hún upp á áhugaverða lausn fyrir brasilísk yfirvöld sem leita nú logandi ljósi að nýtingarmöguleikum fyrir knattspyrnuvellina. Margar áhugaverðar hugmyndir hafa komið fram í því samhengi, til að mynda hefur verið stungið upp á því að þeir verði nýttir undir fangelsi. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum.

MYND/NEW MIC
MYND/NEW MIC
MYND/NEW MIC



Fleiri fréttir

Sjá meira


×