Fótbolti

James Rodríguez nálgast Real Madrid

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt spænska miðlinum AS hafa Evrópumeistarar Real Madrid komist að samkomulagi við Monaco um kaup á Kólumbíumanninum James Rodriguez.

Hinn 22 ára gamli Rodriguez skaust upp á stjörnuhimininn í sumar eftir magnaða frammistöðu með kólumbíska landsliðinu á HM. Skoraði hann sex mörk í fimm leikjum og var markahæsti maður mótsins.

Eftir að hafa skotist fram á sjónarsviðið á Heimsmeistaramótinu hefur James verið þrálátlega orðaður við Real.

Hefur félagið hefur átt í viðræðum við Monaco undanfarnar vikur um kaup á leikmanninum og er talið að Real greiði 80 milljónir evra fyrir James sem myndi gera hann einn af dýrustu leikmönnum sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×