Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. júlí 2014 20:00 Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni MH 17 á fimmtudag. Fráfall þeirra sé gríðarlegt áfall. Um borð í malasísku flugvélinni MH 17 sem skotin var niður af eldflaug í austurhluta Úkraínu á fimmtudag voru tugir virtra frumkvöðla, sérfræðinga og talsmanna á sviði rannsókna á HIV-veirunni og alnæmi. Einn þekktasti sérfræðingur heims á þessu sviði, Hollendingurinn Joep Lange, var meðal þeirra sem létu lífið í árásinni. Hann var ásamt fjölmörgum fræðimönnum öðrum á leið á alþjóðlega ráðstefnu um HIV og alnæmi sem haldin er í Melbourne. „Þetta hefur mikil áhrif og er gífurleg blóðtaka því þarna farast þekktir, mikilvægir vísindamenn og þungavigtar fólk í HIV-málaflokknum,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri hjá HIV Ísland.Misst kröftugan sérfræðing og talsmann Hollendingar hafa staðið öðrum þjóðum framar í rannsóknum og opinni umræðu um HIV og alnæmi. Einar segir að Lange hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að lækka verð á lyfjum gegn sjúkdómnum - sér í lagi í þróunarríkjum. HIV samtökin hafi missti kröftugan talsmann. „Ég er í samskiptum við marga í ýmsum hópum sem tengjast HIV og fólk er mjög slegið,“ segir Einar Þór. „Ég veit að á ráðstefnunni í Melbourne hefur slysið haft mikil áhrif og þar ríkir mikil sorg.“ Ráðstefnugestir í Melbourne syrgja vini og kollega sem fórust í slysinu. „Hvað ef lækningin við eyðni tapaðist í þessu slysi? Það voru áhrifamiklir rannsakendur í vélinni sem hafa unnið á þessu sviði í mjög langan tíma,“ segir Trevor Stratton, einn þátttakenda í ráðstefnunni í Melbourne. „Það er ýmsu slegið upp í æsifréttastíl að það hafi verið svo mikil þekking sem hafi farið með þessum mönnum að lykilinn að lækningunni hafi farið með,“ segir Einar Þór. „Auðvitað er þetta mikil blóðtaka en við sjáum hvað verður.“ MH17 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25 Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49 Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Segja hrap flugvélarinnar vera refsingu frá Guði Westboro-baptistakirkjan situr ekki á skoðunum sínum um hrap flugvél Malaysia Airlines á fimmtudag. 19. júlí 2014 10:47 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni MH 17 á fimmtudag. Fráfall þeirra sé gríðarlegt áfall. Um borð í malasísku flugvélinni MH 17 sem skotin var niður af eldflaug í austurhluta Úkraínu á fimmtudag voru tugir virtra frumkvöðla, sérfræðinga og talsmanna á sviði rannsókna á HIV-veirunni og alnæmi. Einn þekktasti sérfræðingur heims á þessu sviði, Hollendingurinn Joep Lange, var meðal þeirra sem létu lífið í árásinni. Hann var ásamt fjölmörgum fræðimönnum öðrum á leið á alþjóðlega ráðstefnu um HIV og alnæmi sem haldin er í Melbourne. „Þetta hefur mikil áhrif og er gífurleg blóðtaka því þarna farast þekktir, mikilvægir vísindamenn og þungavigtar fólk í HIV-málaflokknum,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri hjá HIV Ísland.Misst kröftugan sérfræðing og talsmann Hollendingar hafa staðið öðrum þjóðum framar í rannsóknum og opinni umræðu um HIV og alnæmi. Einar segir að Lange hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að lækka verð á lyfjum gegn sjúkdómnum - sér í lagi í þróunarríkjum. HIV samtökin hafi missti kröftugan talsmann. „Ég er í samskiptum við marga í ýmsum hópum sem tengjast HIV og fólk er mjög slegið,“ segir Einar Þór. „Ég veit að á ráðstefnunni í Melbourne hefur slysið haft mikil áhrif og þar ríkir mikil sorg.“ Ráðstefnugestir í Melbourne syrgja vini og kollega sem fórust í slysinu. „Hvað ef lækningin við eyðni tapaðist í þessu slysi? Það voru áhrifamiklir rannsakendur í vélinni sem hafa unnið á þessu sviði í mjög langan tíma,“ segir Trevor Stratton, einn þátttakenda í ráðstefnunni í Melbourne. „Það er ýmsu slegið upp í æsifréttastíl að það hafi verið svo mikil þekking sem hafi farið með þessum mönnum að lykilinn að lækningunni hafi farið með,“ segir Einar Þór. „Auðvitað er þetta mikil blóðtaka en við sjáum hvað verður.“
MH17 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25 Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49 Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Segja hrap flugvélarinnar vera refsingu frá Guði Westboro-baptistakirkjan situr ekki á skoðunum sínum um hrap flugvél Malaysia Airlines á fimmtudag. 19. júlí 2014 10:47 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14
Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25
Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49
Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31
Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10
Segja hrap flugvélarinnar vera refsingu frá Guði Westboro-baptistakirkjan situr ekki á skoðunum sínum um hrap flugvél Malaysia Airlines á fimmtudag. 19. júlí 2014 10:47
Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44
Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26