Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. júlí 2014 20:00 Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni MH 17 á fimmtudag. Fráfall þeirra sé gríðarlegt áfall. Um borð í malasísku flugvélinni MH 17 sem skotin var niður af eldflaug í austurhluta Úkraínu á fimmtudag voru tugir virtra frumkvöðla, sérfræðinga og talsmanna á sviði rannsókna á HIV-veirunni og alnæmi. Einn þekktasti sérfræðingur heims á þessu sviði, Hollendingurinn Joep Lange, var meðal þeirra sem létu lífið í árásinni. Hann var ásamt fjölmörgum fræðimönnum öðrum á leið á alþjóðlega ráðstefnu um HIV og alnæmi sem haldin er í Melbourne. „Þetta hefur mikil áhrif og er gífurleg blóðtaka því þarna farast þekktir, mikilvægir vísindamenn og þungavigtar fólk í HIV-málaflokknum,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri hjá HIV Ísland.Misst kröftugan sérfræðing og talsmann Hollendingar hafa staðið öðrum þjóðum framar í rannsóknum og opinni umræðu um HIV og alnæmi. Einar segir að Lange hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að lækka verð á lyfjum gegn sjúkdómnum - sér í lagi í þróunarríkjum. HIV samtökin hafi missti kröftugan talsmann. „Ég er í samskiptum við marga í ýmsum hópum sem tengjast HIV og fólk er mjög slegið,“ segir Einar Þór. „Ég veit að á ráðstefnunni í Melbourne hefur slysið haft mikil áhrif og þar ríkir mikil sorg.“ Ráðstefnugestir í Melbourne syrgja vini og kollega sem fórust í slysinu. „Hvað ef lækningin við eyðni tapaðist í þessu slysi? Það voru áhrifamiklir rannsakendur í vélinni sem hafa unnið á þessu sviði í mjög langan tíma,“ segir Trevor Stratton, einn þátttakenda í ráðstefnunni í Melbourne. „Það er ýmsu slegið upp í æsifréttastíl að það hafi verið svo mikil þekking sem hafi farið með þessum mönnum að lykilinn að lækningunni hafi farið með,“ segir Einar Þór. „Auðvitað er þetta mikil blóðtaka en við sjáum hvað verður.“ MH17 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25 Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49 Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Segja hrap flugvélarinnar vera refsingu frá Guði Westboro-baptistakirkjan situr ekki á skoðunum sínum um hrap flugvél Malaysia Airlines á fimmtudag. 19. júlí 2014 10:47 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni MH 17 á fimmtudag. Fráfall þeirra sé gríðarlegt áfall. Um borð í malasísku flugvélinni MH 17 sem skotin var niður af eldflaug í austurhluta Úkraínu á fimmtudag voru tugir virtra frumkvöðla, sérfræðinga og talsmanna á sviði rannsókna á HIV-veirunni og alnæmi. Einn þekktasti sérfræðingur heims á þessu sviði, Hollendingurinn Joep Lange, var meðal þeirra sem létu lífið í árásinni. Hann var ásamt fjölmörgum fræðimönnum öðrum á leið á alþjóðlega ráðstefnu um HIV og alnæmi sem haldin er í Melbourne. „Þetta hefur mikil áhrif og er gífurleg blóðtaka því þarna farast þekktir, mikilvægir vísindamenn og þungavigtar fólk í HIV-málaflokknum,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri hjá HIV Ísland.Misst kröftugan sérfræðing og talsmann Hollendingar hafa staðið öðrum þjóðum framar í rannsóknum og opinni umræðu um HIV og alnæmi. Einar segir að Lange hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að lækka verð á lyfjum gegn sjúkdómnum - sér í lagi í þróunarríkjum. HIV samtökin hafi missti kröftugan talsmann. „Ég er í samskiptum við marga í ýmsum hópum sem tengjast HIV og fólk er mjög slegið,“ segir Einar Þór. „Ég veit að á ráðstefnunni í Melbourne hefur slysið haft mikil áhrif og þar ríkir mikil sorg.“ Ráðstefnugestir í Melbourne syrgja vini og kollega sem fórust í slysinu. „Hvað ef lækningin við eyðni tapaðist í þessu slysi? Það voru áhrifamiklir rannsakendur í vélinni sem hafa unnið á þessu sviði í mjög langan tíma,“ segir Trevor Stratton, einn þátttakenda í ráðstefnunni í Melbourne. „Það er ýmsu slegið upp í æsifréttastíl að það hafi verið svo mikil þekking sem hafi farið með þessum mönnum að lykilinn að lækningunni hafi farið með,“ segir Einar Þór. „Auðvitað er þetta mikil blóðtaka en við sjáum hvað verður.“
MH17 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25 Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49 Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Segja hrap flugvélarinnar vera refsingu frá Guði Westboro-baptistakirkjan situr ekki á skoðunum sínum um hrap flugvél Malaysia Airlines á fimmtudag. 19. júlí 2014 10:47 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14
Virtir frumkvöðlar á sviði HIV-rannsókna voru um borð Á meðal þeirra sem létust eftir að MH17 var skotin niður var hópur vísindamanna á leið á alþjóðlega alnæmisráðstefnu. Einn þeirra er Joep Lange sem var í fremstu röð í rannsóknum á HIV-veirunni. 19. júlí 2014 12:25
Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49
Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31
Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10
Segja hrap flugvélarinnar vera refsingu frá Guði Westboro-baptistakirkjan situr ekki á skoðunum sínum um hrap flugvél Malaysia Airlines á fimmtudag. 19. júlí 2014 10:47
Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44
Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26