Minnkandi kjörsókn viðvörun fyrir Ísland Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. júlí 2014 21:00 Franskur þingmaður telur að almenningur í Frakklandi og víðar í Evrópu hafi misst trúna á stjórnmálaflokkum og kjósi því í auknum mæli þjóðernisflokka og öfga hægriflokka. Minnkandi kjörsókn sé varúðarmerki fyrir Íslendinga. Lionel Tardy hefur setið á franska þinginu frá 2007 fyrir hægriflokk Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta. Tardy ræddi um stöðu franskra stjórnmála á Nauthóli, í Reykjavík í dag. Þar í landi hafa orðið miklar breytingar eftir sigur Þjóðfylkingar Marie Le Pen, öfga hægri flokks, í Evrópuþingskosningum fyrr í sumar. Öfga hægriflokkar og flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víðar sigur sem hefur komið stjórnmálastéttinni úr jafnvægi. Tardy telur að skortur sé á trú á stjórnmálamenn í Evrópu. „Fólk kann að kjósa öfgaflokka þegar það hefur það á tilfinningunni að flokkarnir hafi fjarlægst það,“ segir Tardy. „Svo það eru sterk skilaboð þar sem stjórnmálaflokkum er hafnað. Þess vegna geta kosningar farið svona.“ Tardy hefur fylgst náið með uppgangi þjóðernisflokka og öfga hægri flokka í Evrópu. Sér hann Íslendinga ganga í gegnum það sama og Frakkar? „Það er líka vandamál að fólk kýs ekki. Við sáum á Íslandi að 34% kusu ekki í síðustu kosningum en það voru aðeins 26% árið 2004, svo við sjáum að sífellt fleiri kjósa ekki.“ Tardy er formaður Íslendingavinafélags franska þingsins. Hann telur mikla möguleika á nánari samstarfi milli Íslands og Frakklands. „Við höfum talað í allan dag um menningargrundvöllinn, samvinnu á milli borga og menningarverkefni sem hægt er að þróa, en einnig um nýsköpun og ný fyrirtæki, uppbyggingu viðskiptatengsla á milli landanna. Það er það sem við erum að vinna að.“ Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Franskur þingmaður telur að almenningur í Frakklandi og víðar í Evrópu hafi misst trúna á stjórnmálaflokkum og kjósi því í auknum mæli þjóðernisflokka og öfga hægriflokka. Minnkandi kjörsókn sé varúðarmerki fyrir Íslendinga. Lionel Tardy hefur setið á franska þinginu frá 2007 fyrir hægriflokk Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta. Tardy ræddi um stöðu franskra stjórnmála á Nauthóli, í Reykjavík í dag. Þar í landi hafa orðið miklar breytingar eftir sigur Þjóðfylkingar Marie Le Pen, öfga hægri flokks, í Evrópuþingskosningum fyrr í sumar. Öfga hægriflokkar og flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víðar sigur sem hefur komið stjórnmálastéttinni úr jafnvægi. Tardy telur að skortur sé á trú á stjórnmálamenn í Evrópu. „Fólk kann að kjósa öfgaflokka þegar það hefur það á tilfinningunni að flokkarnir hafi fjarlægst það,“ segir Tardy. „Svo það eru sterk skilaboð þar sem stjórnmálaflokkum er hafnað. Þess vegna geta kosningar farið svona.“ Tardy hefur fylgst náið með uppgangi þjóðernisflokka og öfga hægri flokka í Evrópu. Sér hann Íslendinga ganga í gegnum það sama og Frakkar? „Það er líka vandamál að fólk kýs ekki. Við sáum á Íslandi að 34% kusu ekki í síðustu kosningum en það voru aðeins 26% árið 2004, svo við sjáum að sífellt fleiri kjósa ekki.“ Tardy er formaður Íslendingavinafélags franska þingsins. Hann telur mikla möguleika á nánari samstarfi milli Íslands og Frakklands. „Við höfum talað í allan dag um menningargrundvöllinn, samvinnu á milli borga og menningarverkefni sem hægt er að þróa, en einnig um nýsköpun og ný fyrirtæki, uppbyggingu viðskiptatengsla á milli landanna. Það er það sem við erum að vinna að.“
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira