Ekki fundist eitraður mítill hér á landi Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2014 10:48 Vísir/Getty „Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“ Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
„Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“
Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45