Flísatöngin best gegn mítlinum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2014 14:41 Svona lítur mítill út þegar hann hefur drukkið nægt blóð. Vísir/Stefán/Getty „Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“ Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
„Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“
Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28