Blómabylting á Bergstaðastræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:26 Mikil hætta getur skapast af hraðaakstri enda mörg börn á leik við Bergstaðastræti. MYND/BRYJNA HULD/VALGARÐUR Íbúar við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa fengið sig fullsadda af miklum umferðarhraða á götunni sem þeir segja alla jafna langt yfir þeim þrjátíu kílómetra hámarkshraða á klukkustund sem umferðarlög kveða á um. Einn þeirra, leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, hefur farið heldur óhefðbundna leið í baráttu sinni við ökuþórana en allt frá árinu 2011 hefur hún laumað blómapottum út á mitt strætið til að reyna að ná niður umferðahraðanum í götunni. Vigdís segir í samtali við Vísi að kjörnar aðstæður séu til hraðakstur á götunni, á Bergstaðastræti sé beinn og breiður kafli og fólk á stórum bílum eigi því til að misreikna hraða sinn. Ökumenn slysist til að keyra langt yfir hámarkshraða sem getur skapað miklar hættu í íbúagötu sem þessari. Vigdís leitaði til borgarinnar fyrir tveimur árum síðan og bar áhyggjur sínar undir yfirvöld. Þau hafi orðið við óskum hennar um að grípa inn í og ráðist var í byggingu hraðhindrunar í Bergstaðastræti skömmu síðar. Vígdís segir hraðahindrunina þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og að bílar sem keyra um götuna, sérstaklega þeir stóru, þurfi lítið að hægja á sér þegar þeir keyra yfir hana. Því hafi hún gripið til sinna ráða.Eitt af blómum Vigdísar.MYND/BRYNJAHULDBlómin allsráðandi „Þetta eru yfirleitt litlir hlutir - oftar en ekki blómapottar eða pokar og fötur með blómi í - sem ég set á miðjan veginn og því nægt pláss báðum megin við til að keyra fram hjá þeim. Þetta virðist þó fara kalla fram mikil viðbrögð, flestir eru mjög ánægðir og glaðir en einn og einn svartur sauður verður alveg brjálaður yfir blóminu,“ segir Vigdís. Þessir svörtu sauðir eigi því stundum til að siga lögreglunni á blómapottana. „Það er eiginleg hálf hlægilegt að undirmönnuð lögreglan sé að eyða púðri í að taka blóm af veginum, sendandi hingað bíla og mótorhjólalöggur. Það kom til dæmis leðurklædd lögregla á mótorhjóli hingað um daginn og stóð yfir pottinum á meðan hún beið eftir eftir því að hann yrði fjarlægður,“ segir Vigdís en hún telur þó flesta ánægða með uppátækið. Hún ætli því að halda aðgerðum sínum áfram þangað til að varanleg lausn finnst á hraðavandanum. Vigdís fór, í umboði íbúa Bergstaðastrætis, aftur á fund með borgaryfirvöldum á dögunum og sótti formlega um að sérstökum blómakerum yrði komið fyrir við götuna sem gefist hafa vel við aðra götur í Reykjavík. Vigdís vonar að þetta uppátæki hennar leiði til breyttra viðhorfa í reykvískri umferðarmenningu. „Þetta eru falleg skilaboð, ást og kærleikur, sem ég er að reyna að dreifa með blómapottunum og vonandi verða þeir áminning til allra um að götur eru ekki bara fyrir bíla,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Vigdís Hrefna Pálsdóttr.Vísir/Valgarður Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Íbúar við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa fengið sig fullsadda af miklum umferðarhraða á götunni sem þeir segja alla jafna langt yfir þeim þrjátíu kílómetra hámarkshraða á klukkustund sem umferðarlög kveða á um. Einn þeirra, leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, hefur farið heldur óhefðbundna leið í baráttu sinni við ökuþórana en allt frá árinu 2011 hefur hún laumað blómapottum út á mitt strætið til að reyna að ná niður umferðahraðanum í götunni. Vigdís segir í samtali við Vísi að kjörnar aðstæður séu til hraðakstur á götunni, á Bergstaðastræti sé beinn og breiður kafli og fólk á stórum bílum eigi því til að misreikna hraða sinn. Ökumenn slysist til að keyra langt yfir hámarkshraða sem getur skapað miklar hættu í íbúagötu sem þessari. Vigdís leitaði til borgarinnar fyrir tveimur árum síðan og bar áhyggjur sínar undir yfirvöld. Þau hafi orðið við óskum hennar um að grípa inn í og ráðist var í byggingu hraðhindrunar í Bergstaðastræti skömmu síðar. Vígdís segir hraðahindrunina þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og að bílar sem keyra um götuna, sérstaklega þeir stóru, þurfi lítið að hægja á sér þegar þeir keyra yfir hana. Því hafi hún gripið til sinna ráða.Eitt af blómum Vigdísar.MYND/BRYNJAHULDBlómin allsráðandi „Þetta eru yfirleitt litlir hlutir - oftar en ekki blómapottar eða pokar og fötur með blómi í - sem ég set á miðjan veginn og því nægt pláss báðum megin við til að keyra fram hjá þeim. Þetta virðist þó fara kalla fram mikil viðbrögð, flestir eru mjög ánægðir og glaðir en einn og einn svartur sauður verður alveg brjálaður yfir blóminu,“ segir Vigdís. Þessir svörtu sauðir eigi því stundum til að siga lögreglunni á blómapottana. „Það er eiginleg hálf hlægilegt að undirmönnuð lögreglan sé að eyða púðri í að taka blóm af veginum, sendandi hingað bíla og mótorhjólalöggur. Það kom til dæmis leðurklædd lögregla á mótorhjóli hingað um daginn og stóð yfir pottinum á meðan hún beið eftir eftir því að hann yrði fjarlægður,“ segir Vigdís en hún telur þó flesta ánægða með uppátækið. Hún ætli því að halda aðgerðum sínum áfram þangað til að varanleg lausn finnst á hraðavandanum. Vigdís fór, í umboði íbúa Bergstaðastrætis, aftur á fund með borgaryfirvöldum á dögunum og sótti formlega um að sérstökum blómakerum yrði komið fyrir við götuna sem gefist hafa vel við aðra götur í Reykjavík. Vigdís vonar að þetta uppátæki hennar leiði til breyttra viðhorfa í reykvískri umferðarmenningu. „Þetta eru falleg skilaboð, ást og kærleikur, sem ég er að reyna að dreifa með blómapottunum og vonandi verða þeir áminning til allra um að götur eru ekki bara fyrir bíla,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Vigdís Hrefna Pálsdóttr.Vísir/Valgarður
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira