Bílastyrkur til sveitarstjóra fimmfaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2014 11:53 Ágúst Sigurðsson. Vísir/GVA Ágúst Sigurðsson, fráfarandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og nýkjörinn sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, fær greiddan bílastyrk sem svarar til aksturs 2000 kílómetra á mánuði. Um tæpa fimmfalda hækkun bílastyrks er að ráða frá því sem áður var að sögn minnihlutans í þinginu.Á öðrum fundi nýrrar hreppsnefndar í gær lagði minnihlutinn fram breytingartillögu á ráðningarsamningnum við Ágúst. „Þar sem sveitafélagið á og rekur bifreið sem sveitarstjóri hefur afnot af teljum við óeðlilegt að greiða sveitarstjóra fyrir 2000 kílómetra (um 230 þúsund krónur) á mánuði,“ segir greinargerð minnihlutans í fundargerðinni. Meðalrekstrarkostnaður við bílinn undanfarin ár hafi verið um 478 þúsund á ári en með breyttum bílastyrk upp á 2000 kílómetra akstur yrði kostnaður við akstur sveitarstjóra þingsins 2,3 milljónir króna. Um tæpa fimmföldun í kostnaði er að ræða. Þá gagnrýnir minnihlutinn breytingu er snýr að búsetu sveitarstjóra. Áður hafi verið grein í ráðningarsamningi við sveitarstjóra þar sem kveðið var á um að sveitarstjóri skuli á ráðningartímanum hafa lögheimili og fasta búsetu í Rangárþingi ytra. „Þykir fulltrúum Á-lista óeðlilegt að fella þessa grein út í ráðningarsamningi sveitarstjóra nú,“ segir í greinargerð minnihlutans. Ágúst hefur lögheimili í þinginu en búsetu utan þess. Báðar tillögur minnihlutans voru felldar með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Auk þess var ráðningarsamningur við fráfarandi sveitarstjóra, Drífu Hjartardóttur, framlengdur um einn mánuð eða út ágúst. Drífa verður Ágústi til halds og trausts fyrsta mánuðinn í nýju starfi. Minnihlutinn færði til bókar að með því yrðu tveir sveitarstjórar á launum þann mánuðinn. Það gæti minnihlutinn ekki samþykkt. Tengdar fréttir Vildu lækka laun bæjarstjórans í Hveragerði í milljón á mánuði Aldís Hafsteinsdóttir fær 1,1 milljón á mánuði auk fríðinda í embætti bæjarstjóra í Hveragerði. 9. júlí 2014 22:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Ágúst Sigurðsson, fráfarandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og nýkjörinn sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, fær greiddan bílastyrk sem svarar til aksturs 2000 kílómetra á mánuði. Um tæpa fimmfalda hækkun bílastyrks er að ráða frá því sem áður var að sögn minnihlutans í þinginu.Á öðrum fundi nýrrar hreppsnefndar í gær lagði minnihlutinn fram breytingartillögu á ráðningarsamningnum við Ágúst. „Þar sem sveitafélagið á og rekur bifreið sem sveitarstjóri hefur afnot af teljum við óeðlilegt að greiða sveitarstjóra fyrir 2000 kílómetra (um 230 þúsund krónur) á mánuði,“ segir greinargerð minnihlutans í fundargerðinni. Meðalrekstrarkostnaður við bílinn undanfarin ár hafi verið um 478 þúsund á ári en með breyttum bílastyrk upp á 2000 kílómetra akstur yrði kostnaður við akstur sveitarstjóra þingsins 2,3 milljónir króna. Um tæpa fimmföldun í kostnaði er að ræða. Þá gagnrýnir minnihlutinn breytingu er snýr að búsetu sveitarstjóra. Áður hafi verið grein í ráðningarsamningi við sveitarstjóra þar sem kveðið var á um að sveitarstjóri skuli á ráðningartímanum hafa lögheimili og fasta búsetu í Rangárþingi ytra. „Þykir fulltrúum Á-lista óeðlilegt að fella þessa grein út í ráðningarsamningi sveitarstjóra nú,“ segir í greinargerð minnihlutans. Ágúst hefur lögheimili í þinginu en búsetu utan þess. Báðar tillögur minnihlutans voru felldar með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Auk þess var ráðningarsamningur við fráfarandi sveitarstjóra, Drífu Hjartardóttur, framlengdur um einn mánuð eða út ágúst. Drífa verður Ágústi til halds og trausts fyrsta mánuðinn í nýju starfi. Minnihlutinn færði til bókar að með því yrðu tveir sveitarstjórar á launum þann mánuðinn. Það gæti minnihlutinn ekki samþykkt.
Tengdar fréttir Vildu lækka laun bæjarstjórans í Hveragerði í milljón á mánuði Aldís Hafsteinsdóttir fær 1,1 milljón á mánuði auk fríðinda í embætti bæjarstjóra í Hveragerði. 9. júlí 2014 22:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Vildu lækka laun bæjarstjórans í Hveragerði í milljón á mánuði Aldís Hafsteinsdóttir fær 1,1 milljón á mánuði auk fríðinda í embætti bæjarstjóra í Hveragerði. 9. júlí 2014 22:25