Fótbolti

Neymar heldur með Argentínu í úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Neymar ætlar að halda með Argentínu í úrslitaleik HM á sunnudagskvöld.

Nágrannaþjóðirnar eru erkifjendur á knattspyrnuvellinum en Neymar ætlar að styðja Lionel Messi, stórstjörnu Argentínu og liðsfélaga sinn hjá Barcelona.

„Hann hefur unnið næstum allt og tel að hann eigi skilið að verða meistari. Ég ætla að styðja hann í þeirri baráttu,“ sagði Neymar á blaðamannafundi í gær.

„Hann er liðsfélagi minn og vinur minn,“ bætti kappinn við.

Argentína mætir Þýskaland í úrslitaleiknum en Þjóðverjar unnu 7-1 sigur á Brasilíu í undanúrslitum keppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×