Á annað hundrað fallinn á Gaza Linda Blöndal skrifar 12. júlí 2014 20:36 Á annað hundrað eru fallnir á Gaza í Palestínu vegna loftárása Ísraelsmanna, mest óbeyttir borgarar. Fátt bendir til þess að átökunum linni á næstunni.Mörg börn fallinHeilbrigðisstarfsmenn á Gaza segja að minnsta kosti 75 óbreyttir borgara hafi fallið í árástunum, þarf af 23 börn. Tólf manns féllu í gærdag og hátt á annan tug í nótt og í dag dóu tvær fatlaðar konur þegar skriðdreki skaut á deildina á endurhæfingardeild þar sem þær dvöldust. Fjórir unglingar féllu og 15 særðust þegar flugskeyti Ísraela lenti við heimili í Jabalya flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza í morgun.Segjast ná bækistöðvum hryðjuverkamannaÍsraelski herinn hefur skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza en enginn hefur fallið í Ísrael en nokkrir særst. Flaugar Hamas eru mun minni en þau fullkomnu flugskeyti sem Ísraelsher býr yfir. Einnig var moska í miðborgini sprengd í tætlur en Ísraelsmenn segja að hryðjuverkamenn hafi haft aðsetur í henni. Talsmaður Ísraelshers segir að tekist hafi að eyða 10 bækistöðvum hryðjuverkamanna, þarf af sex sem hafi tekið beinan þátt í árásum á Ísrael undanfarna daga, ásamt 18 vopnaverksmiðjum en Hamas liðar hafi skotið um 700 eldflaugum á Ísrael að undanförnu.Hóta landhernaðiÍsraelsk stjórnvöld hafa heimilað að 40 þúsund hermenn verði kallaðir út og hóta að gera innrás á landi til þess að brjóta Hamasliða á bak aftur og þess sést merki við landamæri Gaza.Íslendingar bera ábyrgðGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra sagði í yfirlýsingu í dag að ábyrgð Ísraela væri sérstaklega mikil í átökunum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum Stöðvar tvö í kvöld að Ísland beri sérstaka ábyrgð eftir að Alþingi samþykkti sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011, fyrst ríkja í Vestur og norður Evrópu. Íslensk stjórnvöld ættu að fordæma framgöngu Ísraels og finna mögulega leið til að koma að hjálparstarfi. Fylgja þurfi eftir samþykktinni frá því 2011. Gaza ströndin spannar lítið svæði eða um 360 ferkílómetrar. Til samanburðar er Reykjavík 275 ferkílómetrar. Gasa Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Á annað hundrað eru fallnir á Gaza í Palestínu vegna loftárása Ísraelsmanna, mest óbeyttir borgarar. Fátt bendir til þess að átökunum linni á næstunni.Mörg börn fallinHeilbrigðisstarfsmenn á Gaza segja að minnsta kosti 75 óbreyttir borgara hafi fallið í árástunum, þarf af 23 börn. Tólf manns féllu í gærdag og hátt á annan tug í nótt og í dag dóu tvær fatlaðar konur þegar skriðdreki skaut á deildina á endurhæfingardeild þar sem þær dvöldust. Fjórir unglingar féllu og 15 særðust þegar flugskeyti Ísraela lenti við heimili í Jabalya flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza í morgun.Segjast ná bækistöðvum hryðjuverkamannaÍsraelski herinn hefur skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza en enginn hefur fallið í Ísrael en nokkrir særst. Flaugar Hamas eru mun minni en þau fullkomnu flugskeyti sem Ísraelsher býr yfir. Einnig var moska í miðborgini sprengd í tætlur en Ísraelsmenn segja að hryðjuverkamenn hafi haft aðsetur í henni. Talsmaður Ísraelshers segir að tekist hafi að eyða 10 bækistöðvum hryðjuverkamanna, þarf af sex sem hafi tekið beinan þátt í árásum á Ísrael undanfarna daga, ásamt 18 vopnaverksmiðjum en Hamas liðar hafi skotið um 700 eldflaugum á Ísrael að undanförnu.Hóta landhernaðiÍsraelsk stjórnvöld hafa heimilað að 40 þúsund hermenn verði kallaðir út og hóta að gera innrás á landi til þess að brjóta Hamasliða á bak aftur og þess sést merki við landamæri Gaza.Íslendingar bera ábyrgðGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra sagði í yfirlýsingu í dag að ábyrgð Ísraela væri sérstaklega mikil í átökunum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum Stöðvar tvö í kvöld að Ísland beri sérstaka ábyrgð eftir að Alþingi samþykkti sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011, fyrst ríkja í Vestur og norður Evrópu. Íslensk stjórnvöld ættu að fordæma framgöngu Ísraels og finna mögulega leið til að koma að hjálparstarfi. Fylgja þurfi eftir samþykktinni frá því 2011. Gaza ströndin spannar lítið svæði eða um 360 ferkílómetrar. Til samanburðar er Reykjavík 275 ferkílómetrar.
Gasa Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira