Erlent

HIV smituðum fjölgar meðal samkynhneigðra

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Undanfarin misseri hefur HIV smitum meðal samkynhneigðra karlmanna fjölgað gífurlega. Ástæða þess er talin vera að yngra fólk sé ekki jafn hrætt við smit, vegna lyfja sem eigi að gera fólki kleyft að lifa með HIV.

Frá þessu er sagt á vef Times.

Stofnunin varaði við því á föstudaginn að illa hafi gengið að verja hættuhópa, samkynhneigða menn, fanga, eiturlyfjafíkla, fólk í vændi og transfólk fyrir smiti og ógni það baráttu heimsins gegn HIV.

Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þessir hópar séu líklegastir til að smitast af HIV en eigi þó ekki greiðan aðgang að vörnum og lækningu.

Auk þess að gera þessum hópum auðveldara með að fá meðferð og hamlandi þjónustu og lyf, segir Alþjóða heilbrigðisstofnunin að ríki heimsins þurfi að fjarlæga lagalegar- og félagslegar hindranir sem komi í veg fyrir að þessir hópar fái meðferð.

Gottfried Hirnschall, yfirmaður HIV deildar AHS sagði blaðamönnum að smitum meðal samkynhneigðra væri nú að fjölga hratt, 33 árum eftir að sjúkdómurinn kom fyrst upp.

Sagði hann hluta ástæðunnar vera að yngra fólk væri ekki jafn hrætt við smit, vegna lyfja sem gerir fólki kleyft að lifa með HIV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×