Innlent

Tölvusnillingar framtíðarinnar

Birta Björnsdóttir skrifar
Í Háskólanum í Reykjavík sitja í sumar tölvusnillingar framtíðarinnar og æfa sig. Hátt í 800 börn sækja tölvunámskeið á vegum Skema, þar sem boðoð er upp á fjölbreytt tölvunámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. 

Árdís Ármannsdóttir er framkvæmdastjóri Skema. Hún segir námskeiðin vera vikulöng og á hverjum mánudegi hefjist fjögur ný námskeið, og þau eru af ýmsum toga.

Eitt námskeiðanna er til dæmis í þannig að nemendur byrja með tölvu sem búið er að tæta í sundur. Á námskeiðinu eiga þau svo að púsla henni saman aftur og fá hana til að virka," segir Árdís.

En vinsælasta námskeiðið í sumar er kennsla í leiknum Minecraft og við fengum að fylgjast með nokkrum leikmönnum framtíðarinnar spreyta sig í leiknum vinsæla, eins og sjá  má á meðfylgjandi myndskeiði.

Maður á að byggja hús og svona," sagði Árni, aðspurður um hvert verkefni spilara í Minecraft væri. Undir það tók félagi hans, Jóhannes, sem sagði að leikurinn væri í raun eins og í alvöru heiminum.

Krakkarnir geta unnið saman, en en eitthvað virtist þó grunnt á því góða meðal þeirra, því Árni sagði fréttamanni frá því að hann hefði drepið einn félaga sinn í leiknum. Þá sagðist Þórir hafa eytt deginum í að byggja kastala sem ónefndur félagi á námskeiðinu hefði síðan sprengt upp fyrir honum.

Allir voru viðmælendur hæstánægðir með námskeiðið og sýndu ekki á sér fararsnið þó svo að námskeiðið væri að verða búið þann daginn.

Árdís segir stelpur vera venjulega um 10-12 % þeirra sem sækja tölvunámskeiðin, en þess sé dæmi að meiri en helmingur nemenda á námskeiðum séu stelpur.

Árdís segir tölvunámskeiðin góða viðbót við fjölbreytta flóru sumarnámskeiða sem í boði eru fyrri krakka, tölvukennsla sé nauðsynleg fyrir framtíðina.

Við kennum nemendum líka umgengni við tölvur, það eigi ekki að sitja við þær klukkutímunum saman. Við stöndum upp og förum í leiki og hreyfum okkur aðeins á námskeiðinu," segir Árdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×