Tölvusnillingar framtíðarinnar Birta Björnsdóttir skrifar 14. júlí 2014 20:00 Í Háskólanum í Reykjavík sitja í sumar tölvusnillingar framtíðarinnar og æfa sig. Hátt í 800 börn sækja tölvunámskeið á vegum Skema, þar sem boðoð er upp á fjölbreytt tölvunámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Árdís Ármannsdóttir er framkvæmdastjóri Skema. Hún segir námskeiðin vera vikulöng og á hverjum mánudegi hefjist fjögur ný námskeið, og þau eru af ýmsum toga.„Eitt námskeiðanna er til dæmis í þannig að nemendur byrja með tölvu sem búið er að tæta í sundur. Á námskeiðinu eiga þau svo að púsla henni saman aftur og fá hana til að virka," segir Árdís. En vinsælasta námskeiðið í sumar er kennsla í leiknum Minecraft og við fengum að fylgjast með nokkrum leikmönnum framtíðarinnar spreyta sig í leiknum vinsæla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.„Maður á að byggja hús og svona," sagði Árni, aðspurður um hvert verkefni spilara í Minecraft væri. Undir það tók félagi hans, Jóhannes, sem sagði að leikurinn væri í raun eins og í alvöru heiminum. Krakkarnir geta unnið saman, en en eitthvað virtist þó grunnt á því góða meðal þeirra, því Árni sagði fréttamanni frá því að hann hefði drepið einn félaga sinn í leiknum. Þá sagðist Þórir hafa eytt deginum í að byggja kastala sem ónefndur félagi á námskeiðinu hefði síðan sprengt upp fyrir honum. Allir voru viðmælendur hæstánægðir með námskeiðið og sýndu ekki á sér fararsnið þó svo að námskeiðið væri að verða búið þann daginn. Árdís segir stelpur vera venjulega um 10-12 % þeirra sem sækja tölvunámskeiðin, en þess sé dæmi að meiri en helmingur nemenda á námskeiðum séu stelpur. Árdís segir tölvunámskeiðin góða viðbót við fjölbreytta flóru sumarnámskeiða sem í boði eru fyrri krakka, tölvukennsla sé nauðsynleg fyrir framtíðina.„Við kennum nemendum líka umgengni við tölvur, það eigi ekki að sitja við þær klukkutímunum saman. Við stöndum upp og förum í leiki og hreyfum okkur aðeins á námskeiðinu," segir Árdís. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Í Háskólanum í Reykjavík sitja í sumar tölvusnillingar framtíðarinnar og æfa sig. Hátt í 800 börn sækja tölvunámskeið á vegum Skema, þar sem boðoð er upp á fjölbreytt tölvunámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Árdís Ármannsdóttir er framkvæmdastjóri Skema. Hún segir námskeiðin vera vikulöng og á hverjum mánudegi hefjist fjögur ný námskeið, og þau eru af ýmsum toga.„Eitt námskeiðanna er til dæmis í þannig að nemendur byrja með tölvu sem búið er að tæta í sundur. Á námskeiðinu eiga þau svo að púsla henni saman aftur og fá hana til að virka," segir Árdís. En vinsælasta námskeiðið í sumar er kennsla í leiknum Minecraft og við fengum að fylgjast með nokkrum leikmönnum framtíðarinnar spreyta sig í leiknum vinsæla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.„Maður á að byggja hús og svona," sagði Árni, aðspurður um hvert verkefni spilara í Minecraft væri. Undir það tók félagi hans, Jóhannes, sem sagði að leikurinn væri í raun eins og í alvöru heiminum. Krakkarnir geta unnið saman, en en eitthvað virtist þó grunnt á því góða meðal þeirra, því Árni sagði fréttamanni frá því að hann hefði drepið einn félaga sinn í leiknum. Þá sagðist Þórir hafa eytt deginum í að byggja kastala sem ónefndur félagi á námskeiðinu hefði síðan sprengt upp fyrir honum. Allir voru viðmælendur hæstánægðir með námskeiðið og sýndu ekki á sér fararsnið þó svo að námskeiðið væri að verða búið þann daginn. Árdís segir stelpur vera venjulega um 10-12 % þeirra sem sækja tölvunámskeiðin, en þess sé dæmi að meiri en helmingur nemenda á námskeiðum séu stelpur. Árdís segir tölvunámskeiðin góða viðbót við fjölbreytta flóru sumarnámskeiða sem í boði eru fyrri krakka, tölvukennsla sé nauðsynleg fyrir framtíðina.„Við kennum nemendum líka umgengni við tölvur, það eigi ekki að sitja við þær klukkutímunum saman. Við stöndum upp og förum í leiki og hreyfum okkur aðeins á námskeiðinu," segir Árdís.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira