Sjúklingar ekki nógu upplýstir um rétt sinn Birta Björnsdóttir skrifar 14. júlí 2014 20:00 Tannlæknar leita í auknu mæli til tannsmiða á erlendri grundu, ekki síst í Svíþjóð og í Kína, við að þjónusta sjúklinga sína. En útgáfu upprunavottorða með tanngervum er verulega ábótavant, bæði hér á landi og erlendis. Þetta kemur fram í lokaverkefni Guðrúnar Halldórsdóttur og Sigríðar Kristinsdóttur frá tannlæknadeild Háskóla Íslands.„Það er í raun öryggisatriði fyrir sjúklinga að fá allar upplýsingar um hvað er sett upp í munninn á þeim, segir Guðrún. Í rannsókn Sigríðar og Guðrúnar var leitað til bæði tannlækna og tannsmiða um meðal annars upprunavottorð. Þar kom fram að einungis 17 prósentum þeirra innlendu tanngerva sem tannlæknar hér á landi nota fylgja upprunavottorð, en þau fylgja með í 35% tilfella þegar um erlenda tanngerva er að ræða. Lækningatæki sem fest eru við bein og vefi, líkt og tanngerfi, getur haft áhrif á líkamsstarfsemi. Innihald og gæði sem notuð eru í tækin skipta máli. En er eitthvað sem bendir til að gæðin séu minni í tanngerfum sem koma erlendis frá? „Við rannsökuðum það í raun ekki í en það er sannarlega efni í aðra rannsókn," segir Guðrún. 37% aðspurðra tannlækna í rannsókninni sögðu íslensk tanngervi vera betri, en 11% töldu þau erlendu vera betri. 52% tannlækna sögðust telja um sambærileg gæði væri að ræða. Lögum samkvæmt skulu öllum lækningatækjum hér á landi fylgja nauðsynlegar upplýsingar um framleiðanda og leiðbeiningar um örugga notkun.Það er Lyfjastofnun ríkisins sem ber að hafa eftirlit með skráningu sérsmíðuðum tanngervum.„Það vantar ekki viljann hjá þeim, en það vantar fjármagn," segir Sigríður. Þó eftirliti sé ábótavant er það einnig á ábyrgð tannlækna og tannsmiða að halda skjólstæðingum sínum upplýstum hvað þetta varðar. Sigríður segir mögulega tilefni til þess að endurskoða eðli upprunavottorða.„Þetta eru svo flóknar og ítarlegar upplýsingar sem eiga að koma fram á upprunavottorðunum að mönnum fallast hugsanlega bara hendur," segir Sigríður. „Sjúklingar ættu líka að biðja um upprunavottorð á þeim vörum sem þeim fá. Ég held að sjúklingar séu ekki nógu meðvitaðir um sinn rétt," segir Guðrún. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Tannlæknar leita í auknu mæli til tannsmiða á erlendri grundu, ekki síst í Svíþjóð og í Kína, við að þjónusta sjúklinga sína. En útgáfu upprunavottorða með tanngervum er verulega ábótavant, bæði hér á landi og erlendis. Þetta kemur fram í lokaverkefni Guðrúnar Halldórsdóttur og Sigríðar Kristinsdóttur frá tannlæknadeild Háskóla Íslands.„Það er í raun öryggisatriði fyrir sjúklinga að fá allar upplýsingar um hvað er sett upp í munninn á þeim, segir Guðrún. Í rannsókn Sigríðar og Guðrúnar var leitað til bæði tannlækna og tannsmiða um meðal annars upprunavottorð. Þar kom fram að einungis 17 prósentum þeirra innlendu tanngerva sem tannlæknar hér á landi nota fylgja upprunavottorð, en þau fylgja með í 35% tilfella þegar um erlenda tanngerva er að ræða. Lækningatæki sem fest eru við bein og vefi, líkt og tanngerfi, getur haft áhrif á líkamsstarfsemi. Innihald og gæði sem notuð eru í tækin skipta máli. En er eitthvað sem bendir til að gæðin séu minni í tanngerfum sem koma erlendis frá? „Við rannsökuðum það í raun ekki í en það er sannarlega efni í aðra rannsókn," segir Guðrún. 37% aðspurðra tannlækna í rannsókninni sögðu íslensk tanngervi vera betri, en 11% töldu þau erlendu vera betri. 52% tannlækna sögðust telja um sambærileg gæði væri að ræða. Lögum samkvæmt skulu öllum lækningatækjum hér á landi fylgja nauðsynlegar upplýsingar um framleiðanda og leiðbeiningar um örugga notkun.Það er Lyfjastofnun ríkisins sem ber að hafa eftirlit með skráningu sérsmíðuðum tanngervum.„Það vantar ekki viljann hjá þeim, en það vantar fjármagn," segir Sigríður. Þó eftirliti sé ábótavant er það einnig á ábyrgð tannlækna og tannsmiða að halda skjólstæðingum sínum upplýstum hvað þetta varðar. Sigríður segir mögulega tilefni til þess að endurskoða eðli upprunavottorða.„Þetta eru svo flóknar og ítarlegar upplýsingar sem eiga að koma fram á upprunavottorðunum að mönnum fallast hugsanlega bara hendur," segir Sigríður. „Sjúklingar ættu líka að biðja um upprunavottorð á þeim vörum sem þeim fá. Ég held að sjúklingar séu ekki nógu meðvitaðir um sinn rétt," segir Guðrún.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira