Leiguverð í Borgum sambærilegt við helstu stórborgir heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 14:18 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Leiguverð í skrifstofuhúsunum í Borgum á Akureyri, þangað sem talað hefur verið um að flytja Fiskistofu, er svo hátt að Jafnréttisstofa ætlar að flytja þaðan út um áramót. Fleiri opinberar stofnanir eru á flótta þaðan undan leiguverðinu. Leiguverðið í Borgum er hærra en í viðskiptahverfum helstu höfuðborga á Vesturlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu liggur ekkert á skoðun sinni á því af hverju hún er á förum úr húsinu:„Ástæðan fyrir því að við erum að flytja er sú að við þurfum að borga gríðarlega háa leigu, yfir 4000 krónur á fermetrann, sem er mjög hátt leiguverð - svipað og á Manhattan í New York. Þetta er meira en svona lítil stofnun ræður við og skelfileg nýting á skattfé almennings," sagði Krístín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Leiguverð á fermetra þar er um 4,500 krónur, eða tæp milljón á mánuði fyrir þá 226 fermetra sem stofnunin hefur til umráða. Þetta er um það bil fjórfalt hærra verð en greitt er fyrir fermetrann í öðru skrifstofuhúsnæði á Akureyri, í álíka fjarlægð frá miðbænum og Borgir eru, samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag. Lauslega áætlað er talið að Fiskistofa þurfi um það bil þúsund fermetra húsnæði á Akureyri en leiga fyrir slíkt í Borgum yrði þá hátt í fjórar milljónir á mánuði. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri sagði nú rétt fyrir hádegi að slíkt komi ekki til greina og að hann telji sig hafa frjálsar hendur til að finna hagkvæmari leið. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Leiguverð í skrifstofuhúsunum í Borgum á Akureyri, þangað sem talað hefur verið um að flytja Fiskistofu, er svo hátt að Jafnréttisstofa ætlar að flytja þaðan út um áramót. Fleiri opinberar stofnanir eru á flótta þaðan undan leiguverðinu. Leiguverðið í Borgum er hærra en í viðskiptahverfum helstu höfuðborga á Vesturlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu liggur ekkert á skoðun sinni á því af hverju hún er á förum úr húsinu:„Ástæðan fyrir því að við erum að flytja er sú að við þurfum að borga gríðarlega háa leigu, yfir 4000 krónur á fermetrann, sem er mjög hátt leiguverð - svipað og á Manhattan í New York. Þetta er meira en svona lítil stofnun ræður við og skelfileg nýting á skattfé almennings," sagði Krístín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Leiguverð á fermetra þar er um 4,500 krónur, eða tæp milljón á mánuði fyrir þá 226 fermetra sem stofnunin hefur til umráða. Þetta er um það bil fjórfalt hærra verð en greitt er fyrir fermetrann í öðru skrifstofuhúsnæði á Akureyri, í álíka fjarlægð frá miðbænum og Borgir eru, samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag. Lauslega áætlað er talið að Fiskistofa þurfi um það bil þúsund fermetra húsnæði á Akureyri en leiga fyrir slíkt í Borgum yrði þá hátt í fjórar milljónir á mánuði. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri sagði nú rétt fyrir hádegi að slíkt komi ekki til greina og að hann telji sig hafa frjálsar hendur til að finna hagkvæmari leið.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira