Erlent

Handtökuskipun á hendur Assange ekki felld úr gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London síðustu tvö árin þar sem hann sótti um og fékk pólitískt hæli.
Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London síðustu tvö árin þar sem hann sótti um og fékk pólitískt hæli. Vísir/AFP
Dómstóll í Stokkhólmi úrskurðaði í dag að handtökuskipun á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verði ekki felld úr gildi. Thomas Olsson, lögmaður Assange, segir að úrskurðinum verði áfrýjað.

Á vef Dagens Nyheter segir að Assange sé grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum sem hann á að hafa framið sumarið 2010.

Sænsk yfirvöld hafa viljað fá hann framseldan og yfirheyrðan vegna málanna tveggja en hann hefur ekki verið formlega ákærður. Assange kveðst saklaus af ásökununum.

Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London síðustu tvö árin þar sem hann sótti um og fékk pólitískt hæli.

Bresk lögregla hefur staðið vakt fyrir utan sendiráðið í von um að fá hann til yfirheyrslu. Breskur dómstóll hafði áður úrskurðað að Assange skyldi framseldur til Svíþjóðar og flúði Assange þá inn í sendiráð Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×