Erlent

Sjö menn dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Abdul Fattah al-Sisi biður fórnarlamb nauðgunar afsökunar.
Abdul Fattah al-Sisi biður fórnarlamb nauðgunar afsökunar. Vísir/AFP
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt sjö menn í lífstíðarfangelsi og tvo aðra í tuttugu ára fangelsi fyrir naðuganir í síðasta mánuði. Nokkrum konum var nauðgað þegar stuðningsmenn Abdul Fattah al-Sisi, forseta landsins, fögnuðu kosningu hans á Tahrir torgi í Kaíró.

Þessir níu menn voru dæmdir í fjórum málum sem komu upp á Tahrir torgi. Að minnsta níu kynferðislegar árásir og nauðganir áttu sér stað á torginu á milli 3. og 9. júní.

Eftir fagnaðarlætin skipaði Sisi embættismönnum að koma á legg nýjum lögum sem gerðu nauðgun að glæp í fyrsta sinn í Egyptalandi.

BBC segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2013 hafi sýnt fram á að níu af hverjum tíu konum í landinu hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Allt frá áreiti til nauðgana.

Sisi heimsótti 42 ára konu á sjúkrahús, en henni var nauðgað af hópi manna á torginu, þar sem hún var ásamt ungri dóttur sinni.

Myndband sem birt var á netinu sýndi lögreglumenn hjálpa henni að sjúkrabíl en hún var nakin og þakin í blóði.

Forsetinn bað konuna afsökunar og sagði að ríkið myndi ekki sætta sig við slíkar árásir í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×