Innlent

Neyðarkall flugvélar á Austfjörðum til rannsóknar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarmenn í Ísólfi voru kallaðir út þegar fllugvélin hvarf af ratsjá.
Björgunarsveitarmenn í Ísólfi voru kallaðir út þegar fllugvélin hvarf af ratsjá. Mynd/Ómar Bogason
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið rannsókn sína á því þegar ferjuvél sendi út neyðarkall yfir Austfjörðum þann 4. júlí. Austurfrétt greinir frá.

Vélin var á leið frá Færeyjum til Egilsstaða þegar hún lenti í mikilli þoku yfir Austfjörðum. Vélin var ekki búin til blindflugs og sendi flugmaðurinn því út neyðarkall þegar hann lenti í skýjunum. Vélin hvarf af ratsjá á milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar. Kom hún svo niður úr þokunni og lenti á Egilsstöðum án vandræða.


Tengdar fréttir

Flugvélin lent og hættustig afturkallað

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um flugmann í vanda á Austfjörðum uppúr klukkan fimm í dag. Flugvélin hvarf af ratsjá milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar en rétt áður hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengið neyðarkall frá flugmanninum sem var einn í vélinni. Samkvæmt tilkynningu frá gæslunni er um að ræða ferjuvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×