Smálaxinn lætur sig vanta Jakob Bjarnar skrifar 17. júlí 2014 13:14 Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. vísir/gva Verulegur uggur er að grípa um sig í laxveiðigeiranum en smálaxinn, sem er uppistaða laxveiðinnar, eða 84 prósent veiðinnar, er ekki að skila sér í árnar. Vongleði veiðimanna fer nú óðum dvínandi en smálaxinn lætur ekki sjá sig í ám. Fréttastofa hefur heyrt sláandi veiðitölur úr þekktri smálaxaá á Vesturlandi. Nú fyrir skömmu voru þar komnir 60 laxar, en á sama tíma í fyrra, sem var reyndar mjög gott laxveiðiár, voru komnir 600 laxar á land. Viðskiptablaðið fjallar um þetta gæftaleysi í dag og ræða við Þorstein Þorsteinsson sem hefur haldið utan um veiðitölur fyrir Landsamband veiðifélaga í áratugi. Hann segir ástandið slæmt, einkum Vestanlands. En tölurnar tala sínu máli. Í viðmiðunarám höfðu 9. júlí veiðst tæplega þrjú þúsund laxar á móti um rúmlega fjögurþúsund og fjögur hundruð árið 2012 – sem var það versta síðan mælingar hófust.Makríllinn líklegur sökudólgur Með öðrum orðum stefnir hraðbyri í eitt versta laxveiðiár sem um getur. En, hvað veldur? Forstjóri hjá Veiðimálastofnun er Sigurður Guðjónsson. „Það sem við vitum er að það gekk tiltölulega mikið út af seyðum í fyrravor. Hins vegar eru þau seyði að skila sér illa sem smálax núna. Og sá sem kemur er frekar rýr. Sem bendir til þess að hann hafi haft það fremur skítt í hafinu. Skýringin er þarna úti í sjónum.“ Þá horfa menn til makrílsins sem margfaldar lífmassa sinn árlega innan íslensku lögsögunnar. Hrollvekjandi kenning er uppi meðal þeirra sem eru að reka laxveiðiár: Er makríllinn að éta laxaseyði? „Nú höfum við haft makríl hér í nokkur ár. Fengið bæði góð og slæm laxveiðiár. Þannig að það er svo sem engin augljós skýring. En, það er ekki líklegt að makríll éti laxaseyði að neinu gagni. Stærðarmunurinn er of lítill,“ segir Sigurður.Skelfilegt ástand ekki bundið við Ísland Að auki þarf makríllinn líka að vera tilbúinn fyrir utan ósana þegar seyðin ganga út og sú er ekki staðan. „Hins vegar er makríll í samkeppni um fæðu við laxaseyði, sérstaklega á fiskistað meðan laxinn er smár.“ Þannig er ekki ólíklegt að aukin makrílgengd hér við land hafi áhrif á ástand laxastofnsins hér við land. Sigurður Guðjónsson bendir á að það hversu smálaxinn skilar sér illa nú þetta árið sé ekki bundið við Ísland heldur er þetta vandi einnig í Skotlandi og Noregi. „Þannig að þetta er eitthvað stórt í gangi,“ segir Sigurður. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Verulegur uggur er að grípa um sig í laxveiðigeiranum en smálaxinn, sem er uppistaða laxveiðinnar, eða 84 prósent veiðinnar, er ekki að skila sér í árnar. Vongleði veiðimanna fer nú óðum dvínandi en smálaxinn lætur ekki sjá sig í ám. Fréttastofa hefur heyrt sláandi veiðitölur úr þekktri smálaxaá á Vesturlandi. Nú fyrir skömmu voru þar komnir 60 laxar, en á sama tíma í fyrra, sem var reyndar mjög gott laxveiðiár, voru komnir 600 laxar á land. Viðskiptablaðið fjallar um þetta gæftaleysi í dag og ræða við Þorstein Þorsteinsson sem hefur haldið utan um veiðitölur fyrir Landsamband veiðifélaga í áratugi. Hann segir ástandið slæmt, einkum Vestanlands. En tölurnar tala sínu máli. Í viðmiðunarám höfðu 9. júlí veiðst tæplega þrjú þúsund laxar á móti um rúmlega fjögurþúsund og fjögur hundruð árið 2012 – sem var það versta síðan mælingar hófust.Makríllinn líklegur sökudólgur Með öðrum orðum stefnir hraðbyri í eitt versta laxveiðiár sem um getur. En, hvað veldur? Forstjóri hjá Veiðimálastofnun er Sigurður Guðjónsson. „Það sem við vitum er að það gekk tiltölulega mikið út af seyðum í fyrravor. Hins vegar eru þau seyði að skila sér illa sem smálax núna. Og sá sem kemur er frekar rýr. Sem bendir til þess að hann hafi haft það fremur skítt í hafinu. Skýringin er þarna úti í sjónum.“ Þá horfa menn til makrílsins sem margfaldar lífmassa sinn árlega innan íslensku lögsögunnar. Hrollvekjandi kenning er uppi meðal þeirra sem eru að reka laxveiðiár: Er makríllinn að éta laxaseyði? „Nú höfum við haft makríl hér í nokkur ár. Fengið bæði góð og slæm laxveiðiár. Þannig að það er svo sem engin augljós skýring. En, það er ekki líklegt að makríll éti laxaseyði að neinu gagni. Stærðarmunurinn er of lítill,“ segir Sigurður.Skelfilegt ástand ekki bundið við Ísland Að auki þarf makríllinn líka að vera tilbúinn fyrir utan ósana þegar seyðin ganga út og sú er ekki staðan. „Hins vegar er makríll í samkeppni um fæðu við laxaseyði, sérstaklega á fiskistað meðan laxinn er smár.“ Þannig er ekki ólíklegt að aukin makrílgengd hér við land hafi áhrif á ástand laxastofnsins hér við land. Sigurður Guðjónsson bendir á að það hversu smálaxinn skilar sér illa nú þetta árið sé ekki bundið við Ísland heldur er þetta vandi einnig í Skotlandi og Noregi. „Þannig að þetta er eitthvað stórt í gangi,“ segir Sigurður.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira