Innlent

Stanslaus vinnsla og löndunarbið á Vopnafirði

vísir/pjetur
Stanslaus vinnsla og löndunarbið eru nú við fiskiðjuver HB Granda á Vopnafirði, þar sem tekið er á móti makríl, loðnu og síld samtímis, og líkja heimamenn þessu við sjálft síldarævintýrið á sínum tíma.

Umsvifin í þessu fullkomnasta uppsjávar- fiskiðjuveri á landinu hafa aldrei verið meiri á þessum árstíma, að sögn Sveinbjörns Sveinbjarnarsonar framkvæmdastjóra á staðnum

„Nú í byrjun vikunnar stefndu hingað norskir bátar og fyrir vikið varð svona löndunarbið. Eins og á síldarárunum, upp í þrjú skip við bryggju. Þarna blandaðist saman semsagt norskir bátar. Þeir voru með frá þúsund tonnum og niður í 700 tonn af loðnu. Eftir hvernig röðin var þá var skotið inn vinnsluskipi frá okkar skipum sem eru að koma með makríl. Þetta voru skemmtileg viðbrigði að sjá þetta og það voru mikil umsvif,“ segir Sveinbjörn.

Hafið þið nógu fjölbreyttan búnað til að geta unnið allar þessar tegundir í senn?

Já já. Það var fryst loðna og fryst makríl og fryst síld og restin fór í mjöl og lýsi af loðnunni.

Er unnið á vöktum þarna?

Þetta eru standandi vaktir. Búið að vera í nokkrar vikur bara 24 tímar alla daga vikunnar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×