Innlent

Framkvæmdastjórinn í Fríhöfninni vill verða bæjarstjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.
Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. MYND/OZZO PHOTOGRAPHY
30 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði en umsóknarfrestur rann út sunnudaginn 13. júlí. Tveir drógu umsókn sína til baka.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18.júní að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa til umsóknar og fól bæjarráði ábyrgð á ráðningarferlinu. Skipuð var þriggja manna valnefnd sem fékk það hlutverk að greina starfið, skilreina hæfniskröfur, stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Í valnefndinni eru Rósa Guðbjartsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Gunnar Axel Axelsson.

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, bæjarráðs, segir á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar spennandi tíma framundan í Hafnarfirði og að hún hlakki til að vinna með nýjum bæjarstjóra, en hver það verði komi vonandi í ljós mjög fljótlega.  

„Við byrjum viðtöl á næstu dögum, það eru margir hæfileikaríkir umsækjendur á listanum og vil ég þakka öllum sem sóttu um fyrir áhugann – við eigum skemmtilegt en krefjandi verkefni fyrir höndum að velja bæjarstjóra fyrir Hafnarfjörð.“

Nöfn og menntun umsækjendanna má sjá hér að neðan.

Ásgeir Einarsson, Lögfræði

Ásta Dís Óladóttir, Ph.D Alþjóðaviðskipti

Baldur Þórir Guðmundsson, Viðskiptafræði

Bergur Hauksson, M.Sc viðskiptafræðingur

Bjarki Jóhannesson, Ph.D Skipulagsfræði

Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Viðskiptafræði

Egill Anton Hlöðversson, Rafvirkjun

Elín Björg Ragnarsdóttir, Lögfræði

Erla Björk Þorgeirsdóttir, Rafmagnsverkefræði

Guðmundur Jóhann Árnason, Viðskiptalögfræði

Guðrún Pálsdóttir, MBA

Gylfi Kristinn Sigurgeirsson, Fjármála- og rekstrarnám

Haraldur L. Haraldsson, M.Sc í hagfræði

Jóhann Guðni Reynisson, Kennari, opinber stjórnsýsla

Jón Hrói Finnsson, Cand.sci.pol

Jón Ólafur Gestsson, Alþjóðasamskipti

Jón Ólafur Ólafsson, Arkitektúr

Kristinn Dagur Gissurarson, Viðskiptafræði

Kristinn Tómasson, MBA

Magnús Jóhannesson, Rekstrarhagfræði

Magnús Ægir Magnússon, MBA

María Kristín Gylfadóttir, MBA

Ólafur Guðjón Haraldsson, M.Sc í EBA

Ólafur Ólafsson, Viðskiptafræði

Óli Örn Eiríksson, Viðskiptafræði

Páll Línberg Sigurðsson, Ferðamálafræði

Þórður Sverrisson, Rekstrarhagfræði

Þórey S. Þórisdóttir, Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×