Innlent

Handtekinn á hverri nóttu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn hefur verið iðinn við kolann.
Maðurinn hefur verið iðinn við kolann.
Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á ellefta tímanum í nótt eftir þjófnað úr verslun í Austurstræti.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar hefur maðurinn verið handtekinn á hverri nóttu síðastliðnar tvær vikur fyrir þjófnaði úr verslunum. Einnig hefur hann orðið uppvís af því að nappa veitingum af hótelum í borginni.

Maðurinn hefur einnig verið ógnandi við starfsfólk. Töluverður erill var í miðborginni í nótt en aðallega var um að ræða minniháttar mál sem lögreglan þurfti að sinna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.