Innlent

Handtekinn á hverri nóttu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn hefur verið iðinn við kolann.
Maðurinn hefur verið iðinn við kolann.

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á ellefta tímanum í nótt eftir þjófnað úr verslun í Austurstræti.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar hefur maðurinn verið handtekinn á hverri nóttu síðastliðnar tvær vikur fyrir þjófnaði úr verslunum. Einnig hefur hann orðið uppvís af því að nappa veitingum af hótelum í borginni.

Maðurinn hefur einnig verið ógnandi við starfsfólk. Töluverður erill var í miðborginni í nótt en aðallega var um að ræða minniháttar mál sem lögreglan þurfti að sinna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.