Innlent

Lynghænuegg, hindber, biblíukökur og hrossabjúgu slá í gegn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjallkonan er staðsett í gamla bankanum á Selfossi við Austurveginn, eða við  þjóðveg eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en það eru mágkonurnar, Sigrún Óskarsdóttir, prestur og Elín Una Jónsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem opnuð verslunina fyrir ári síðan. Þær fengu m.a. frumkvöðlaviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar á síðasta ári fyrir framtakið. Það er brjálað að gera í Fjallkonunni en grænmetisbarinn út við veg vekur hvað mesta athygli en þar er nýtt og ferskt grænmeti beint upp ú görðum garðyrkjubænda.

„Við leggjum áherslu á vöru, sem kemur úr héraðinu, beint frá býli, hér er vara, sem þú veist hvaðan kemur, bara gæðavörur. Hér er hægt að fá kjöt, egg og grænmeti og allt, sem er gott og hægt er að fá og allt sem að okkur langar að hafa,“ segir Elín Una. Fyrir utan Fjallkonuna er grænmetisbar með nýju og fersku grænmeti. „Þetta er náttúrulega æðsilegur tími núna, beint úr görðunum, úr moldinni og til okkar, það eru engir milliliðir, það verður ekki ferskara,“ segir Sigrún.

Mágkonurnar segjast vera stoltar af því að vera sveitó með verslun sína en til gamans má geta að safnið um skákmeistarann Bobby Fisher er á efri hæð hússins og blómaverslun er líka í húsinu.

„Já, pínu sveitó, það er svolítið kall tímans eftir allan hraðann og lætin, að fara aðeins til baka og slaka svolítið á og njóta, smakka og spjalla og skiptast á uppskrifutum og svona,“ segir Sigrún og Elín Una bætir við. „Það er líka afturhvart í sveitalegan mat eins og hrossabjúgun, ungt fólk og eldra fólk, það er enginn munur á því,  hér koma líka strákarnir og stelpurnar, sem eru að æfa og kaupa ábrysti, maður sér þetta mjög mikið.

Biblíukökurnar vekja sérstaka athygli í Fjallkonunni.„Ég verð náttúrulega að halda tengingunni, það er mjög mikilvægt fyrir mig, þetta kallast mjög skemmtilega á því það er mikið talað um mat í biblíunni og þetta er náttúrulega svona matur eins og var á boðstólnum þá, ferskur, góður og hreinn, engar svona efnasamsetningar heldur bara alvöru matur,“ segir presturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×