Fótbolti

Klinsmann: Erfitt að segja hvað Altidore getur spilað mikið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Altidore hefur eytt síðustu dögum í stífri endurhæfingu.
Altidore hefur eytt síðustu dögum í stífri endurhæfingu. vísir/getty
Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að Jozy Altidore, framherji liðsins, væri búinn að æfa með liðinu í tvo eða þrjá daga, en erfitt væri að segja til um hversu mikið hann getur spilað í kvöld.

Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum í Salvador klukkan 20.00, en þar getur bandaríska liðið komist í átta liða úrslit í annað sinn í sögunni.

Altidore tognaði aftan í læri í fyrsta leik Bandaríkjanna á mótinu gegn Gana, en AronJóhannsson kom inn á í hans stað. Aron hefur síðan ekki komið meira við sögu í Brasilíu.

„Við vitum ekki hversu mikið hann getur spilað. En hann er tiltækur. Það er erfitt að segja hversu margar mínútur hann getur spilað nákvæmlega, en bara það að hafa hann til staðar er risastórt fyrir okkur,“ sagði Klinsmann.

Það verður vissulega áhætta fyrir Klinsmann að nota Altidore, en OmarGonzalez, varnarmaður bandaríska liðsins, er gríðarlega spenntur fyrir því að sjá hann aftur í framlínunni.

„Jozy er frábær framherji, sérstaklega þegar hann spilar frammi með ClintDempsey. Þeir geta báðir búið til færi en mikið hefur verið lagt á Clint eftir að Jozy meiddist svona snemma. Clint er að standa sig frábærlega,“ sagði Omar Gonzalez.


Tengdar fréttir

Færist Aron aftar í goggunarröðinni?

Jozy Altidore gæti tekið þátt í leik Bandaríkjanna og Belgíu á morgun en hann æfði með bandaríska liðinu í dag án allra vandræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×