Innlent

Konan útskrifuð af bráðamóttöku

Samúel Karl Ólason skrifar
Smáralind.
Smáralind. Vísir/Vilhelm
Konan sem varð fyrir árás í Smáralindinni á þriðja tímanum í dag var útskrifuð af bráðamóttöku í kvöld. Konan var á gangi í Smáralind við verslun Lindex þegar hún varð fyrir árás karlmanns sem reyndi að taka veski af henni.

Lögreglan í Kópavogi staðfesti við DV fyrr í kvöld að um vistmann á heimili eða stofnun hefði verið að ræða. Maðurinn hefði verið í fylgd tveggja starfsmanna stofnunarinnar sem hann er vistaður á. Eftir að hann hafði verið tekinn af lögreglu í Smáralindinni var hann verið færður aftur á stofnunina.

Hann hafi hlaupið frá fylgdarmönnum sínum á konuna og ráðist á hana. Jafnvel hafi tilviljun ráðið því á hvern hann réðst.


Tengdar fréttir

Reyndi að hrifsa veskið af konunni

„Um er að ræða mjög veikan mann sem réðst á aldraða konu og reyndi að taka af henni veskið,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdarstjóri Smáralindar, í samtali við Vísi.

Ráðist á eldri konu í Smáralind

Lögregla og tveir sjúkrabílar voru kallaðir út í verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi í dag vegna árásar á eldri konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×