Innlent

Ráðist á eldri konu í Smáralind

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Smáralind.
Smáralind. Vísir/Vilhelm
Lögregla og tveir sjúkrabílar voru kallaðir út í verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi í dag vegna árásar á eldri konu fyrir utan verslunina Lindex.

Sjónarvottur staðfesti í samtali við Vísi að karlmaður um þrítugt hefði ráðist á eldri konu. Reyndi maðurinn að taka veski konunnar. Sló hann konuna í jörðina og hoppaði ofan á hana. Tveir menn stukku til, skárust í leikinn og yfirbuguðu manninn.

Lá konan eftir á gólfinu og virtist meðvitundarlaus að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Konan var flutt á slysadeild en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand hennar. Hún er talin er vera um sjötugt.

Lögregla var snör í snúningum og hafði hendur í hári mannsins. Lögreglustöðin í Kópavogi er staðsett við Dalveg í næsta nágrenni við Smáralind.

Uppfært klukkan 15:19

Konan sem ráðist var á er komin á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ekkert er vitað um líðan hennar sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×