Innlent

Reyndi að hrifsa veskið af konunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sturla Eðvarðsson, framkvæmdarstjóri Smáralindar.
Sturla Eðvarðsson, framkvæmdarstjóri Smáralindar. visir/stefán
„Um er að ræða veikan mann sem réðst á aldraða konu og reyndi að taka af henni veskið,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdarstjóri Smáralindar, í samtali við Vísi.

Lögregla og tveir sjúkrabílar voru kallaðir út í verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi í dag vegna árásar á eldri konu fyrir utan verslunina Lindex. Lögregla var snör í snúningum og hafði hendur í hári mannsins en lögreglustöðin í Kópavogi er staðsett við Dalveg í næsta nágrenni við Smáralind.

„Ég hef ekki fengið formlega skýrslu um málið en mér skilst að konan hafi skollið í gólfið í árásinni og rotast við það.“

Sturla segir að gestir Smáralindar hafi náð að yfirbuga manninn þar til að lögreglan hafi komið á svæðið og handtekið einstaklinginn.

„Konan er nú komin á sjúkrahús og vonandi farnast henni vel. Sem betur fer eru svona atvik mjög sjaldgæf hér í húsinu en vissulega er þetta mjög leiðinlegt mál.“


Tengdar fréttir

Ráðist á eldri konu í Smáralind

Lögregla og tveir sjúkrabílar voru kallaðir út í verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi í dag vegna árásar á eldri konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×