Erlent

Vatnselgur í flugvél

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yvette Nicole Brown og vatnselgurinn.
Yvette Nicole Brown og vatnselgurinn.
Vatnsleiðsla rofnaði í flugvél Qantas á leið frá Los Angeles til Melbourne í Ástralíu í gærkvöldi með þeim afleiðingum að farþegarými vélarinnar tók að fyllast af vatni.

Flugvélin hafði verið á flugi í rúma klukkustund þegar heljarinnar vatnselgur ruddist yfir ganga vélarinnar og var því ákveðið að halda aftur til vesturstrandar Bandaríkjanna.





Farþegunum varð ekki um sel og flykktust á samfélagsmiðlana til að deila áhyggjum sínum af votu gröfinni sem þá grunaði að biði þeirra. Þeirra á meðal var leikonan Yvette Nicole Brown sem gert hefur garðinn frægan í sjónvarpsþáttum á borð við Community og kvikmyndinni (500) Days of Summer.

Hún skrifaði á Twitter-síðu sinni að upplifunin hafi verið ógnvekjandi og að vatnsmagnið hafi verið svo mikið að rignt hafi á farþegana á neðri hæð vélarinnar.





Flugfélagið Qantas segir að þrátt fyrir allt tilstandið hafi lítil raunveruleg hætta verið á ferðum og að í raun hefði flugfélagið getað flogið hina 16 klukkustund leið til Melbourne án vandkvæða. Flugfélagið hafi þó haft hagsmuni farþegana að leiðarljósi og því ákveðið að snúa til baka. Farþegunum var komið fyrir á hótelum í Los Angeles á meðan gert var við vélina.

Brown bar starfsfólki flugfélagsins vel söguna á Twitter-síðu sinn í kjölfarið og þakkaði þeim fyrir góða þjónustu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×