Fótbolti

FH-ingar skoruðu þrjú mörk í lokin - sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta marki sínu en þau komu síðan á færibandi á lokakaflanum í 3-0 sigri FH á Glenavon í fyrri leik liðanna í í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Ingimundur Níels Óskarsson skoraði fyrsta markið á 82. mínútu og Atli Guðnason skoraði síðan tvö mörk í blálokin og FH-ingar fögnuðu vel flottum sigri.

FH-ingar stóðu sig frábærlega í Evrópukeppninni í fyrra og byrja vel í ár. Þessi sigur fer langt með að tryggja liðinu sæti í annarri umferð en seinni leikurinn er í Norður-Írlandi í næstu viku.

Myndband með öllum fjórum mörkum FH-liðsins í kvöld eru nú aðgengileg inn á Sjónvarpsvef Vísis eða með því að smella hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Davíð Þór: Það var bara Höddi Magg sem klúðraði þessu fyrir 19 árum

"Við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn og við vissum af því að þeir væru líklegir til að þreytast. Þeir eru bara búnir að æfa í þrjár vikur og þeir gáfu aðeins eftir þegar líða tók á leikinn,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, eftir 3-0 á norður-írska liðinu Glenovan í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Framarar féllu á klaufalegu marki - myndband

Framarar töpuðu í kvöld 0-1 fyrir eistneska liðinu Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark gestanna var af klaufalegri gerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×