Erlent

Artúr gerir usla á austurströndinni

Jakob Bjarnar skrifar
Sumardvalargestir í Norður-Karólínu eru flúnir og hátiðarhöld hafa verið slegin af.
Sumardvalargestir í Norður-Karólínu eru flúnir og hátiðarhöld hafa verið slegin af. ap
Þúsundir hafa flúið heimili sín í Norður-Karólínu í Bandaríkunum en 2. stigs fellibylur, sem ber heitið Artúr, gengur þar yfir. Vindhraðinn var um 40 metrar á sekúndu, þegar stormurinn náði ströndu um klukkan þrjú í nótt og hefur verið að aukast.

Í dag er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna þannig að ljóst má vera að Artúr raskar verlega öllu því sem heitir hátíðardagskrá á þessu svæði. Þetta er fyrsti fellibylurinn sem lætur á sér kræla þetta stormatímabilið en talið er að Artúr gangi niður eftir að hann hefur farið yfir Norður-Karólínu og fer sína leið með austurströnd Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×