Erlent

Kona lést hjá særingarmanni

Atli Ísleifsson skrifar
Til stóð að reka út illa anda úr fórnarlambinu.
Til stóð að reka út illa anda úr fórnarlambinu. Vísir/Getty
Lögregla í Japan hefur handtekið 81 árs gamlan særingamann eftir að hann lét viðskiptavin drekka mikið magn vatns með þeim afleiðingum að hann lést. Særingamaðurinn, hin 81 árs gamla Eiko Noda, hefur starfað sem slíkur um þrjátíu ára skeið.

Fórnarlambið, 51 árs gömul kona, hafði verið bundin niður og neyðst til að kyngja nokkrum lítrum af vatni. Á vef Al Jazeera segir að lögregla hafi jafnframt handtekið systur særingamannsins og maka fórnarlambsins, en með athöfninni var ætlunin að reka út illa anda úr fórnarlambinu. Að sögn Noda á fórnarlambið að hafa verið fastagestur hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×