Erlent

Ellefu látnir eftir flugslys í Póllandi

ingvar haraldsson skrifar
Ellefu eru látnir eftir flugslys í Póllandi
Ellefu eru látnir eftir flugslys í Póllandi vísir/ap
Ellefu manns eru látnir eftir að flugvél félags fallhlífastökkvara hrapaði nálægt borginni Czestochowa sunnarlega í Póllandi. BBC greinir frá.

Aðeins einn farþegana um borð lifði slysið af en það voru íbúar við slysstað sem drógu manninn úr brennandi flakinu.

Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak en orsakir slysins eru ókunnar.

Sjónarvottar segja að óeðlileg hljóð hafi borist frá hreyfli vélarinnar og hún í kjölfarið misst hæð og hrapað.

Rannsókn á tildrögum slysins er hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×