Innlent

Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Róbert
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. júlí að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það var gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var handtekinn í Grafarholti, en hann er grunaður um að hafa stungið sambýliskonu sínu með hnífi. Konan, sem er á þrítugsaldri, var flutt á slysadeild, en hún hlaut alvarlega áverka.




Tengdar fréttir

Flutt á slysadeild eftir hnífsstungu í Grafarholtinu

Kona var flutt á slysadeild á fimmta tímanum í morgun eftir að hún varð fyrir hnífsstungu í heimahúsi í Grafarholti. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar en meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×