Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur 7. júlí 2014 22:14 Skemmtigarðurinn Terra Mitica á Benedorm. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest að ungi maðurinn sem lést í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm síðdegis í dag sé íslenskur. Pilturinn var í fríi með fjölskyldu sinni. Íslendingurinn, sem er átján ára, kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica um þrjúleytið að íslenskum tíma. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.Norski miðillinn TV2 hefur eftir norskum gestum garðsins að hann sé vel farinn að láta sjá. Skemmtigarðurinn er algengur áfangastaður Norrænna ferðamanna sem sækja í sólina á Benidorm. Að sögn norsku fastagesta garðsins, sem opnaður var árið 2000, er viðhaldi ábótavant og segjast þeir aldrei hafa séð hann í verra ástandi.El Mundo greinir frá því að lögreglan rannsaki málið og hafi girt af svæðið um hverfis rússíbanann í kjölfar slyssins. Garðinum í heild sinni var þó ekki lokað en margir gestir kusu þó að yfirgefa hann.Í yfirlýsingu frá garðinum kemur fram að rússíbaninn, líkt og öll önnur tæki í garðinum séu skoðuð reglulega af vottuðum þriðja aðila. Sömuleiðis yfirfari starfsfólks garðsins búnaðinn á hverjum degi. Þetta komi fram í gögnum sem afhent hafi verið lögreglunni sem rannsaki málið. Í yfirlýsingunni segir að orsök slyssins séu ókunn. Starfsfólk garðsins muni sömuleiðis skoða í þaula hvað gerst hafi en öryggi hafi verið í fyrirrúmi þau fjórtán ár sem hann hefur verið opnaður. Þá er fjölskyldu piltsins sem lést vottuð samúð. Borgarstjórinn í Benidorm hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má sjá hér að neðan. „Þetta er sorgardagur í dag fyrir borgina. Ég vil gera kunnugar mínar samúðarkveðjur til hins látna og munu borgaryfirvöld styðja aðstandendur í einu og öllu. Ég treysti því að rannsóknin muni leiða í ljós hvað fór úrskeiðis svo hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir og þannig að garðurinn komist aftur í rétt horf. Ég vil ítreka trú mína á garðinn og stuðning við hann sem hefur áunnið sér traust og góðan orðstír, til dæmis á alþjóðavettvangi,“ segir í yfirlýsingu borgarstjórans Agustín Navarro Alvado. Innlegg frá Agustín Navarro Alvado. Tengdar fréttir Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur staðfest að ungi maðurinn sem lést í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm síðdegis í dag sé íslenskur. Pilturinn var í fríi með fjölskyldu sinni. Íslendingurinn, sem er átján ára, kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica um þrjúleytið að íslenskum tíma. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.Norski miðillinn TV2 hefur eftir norskum gestum garðsins að hann sé vel farinn að láta sjá. Skemmtigarðurinn er algengur áfangastaður Norrænna ferðamanna sem sækja í sólina á Benidorm. Að sögn norsku fastagesta garðsins, sem opnaður var árið 2000, er viðhaldi ábótavant og segjast þeir aldrei hafa séð hann í verra ástandi.El Mundo greinir frá því að lögreglan rannsaki málið og hafi girt af svæðið um hverfis rússíbanann í kjölfar slyssins. Garðinum í heild sinni var þó ekki lokað en margir gestir kusu þó að yfirgefa hann.Í yfirlýsingu frá garðinum kemur fram að rússíbaninn, líkt og öll önnur tæki í garðinum séu skoðuð reglulega af vottuðum þriðja aðila. Sömuleiðis yfirfari starfsfólks garðsins búnaðinn á hverjum degi. Þetta komi fram í gögnum sem afhent hafi verið lögreglunni sem rannsaki málið. Í yfirlýsingunni segir að orsök slyssins séu ókunn. Starfsfólk garðsins muni sömuleiðis skoða í þaula hvað gerst hafi en öryggi hafi verið í fyrirrúmi þau fjórtán ár sem hann hefur verið opnaður. Þá er fjölskyldu piltsins sem lést vottuð samúð. Borgarstjórinn í Benidorm hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má sjá hér að neðan. „Þetta er sorgardagur í dag fyrir borgina. Ég vil gera kunnugar mínar samúðarkveðjur til hins látna og munu borgaryfirvöld styðja aðstandendur í einu og öllu. Ég treysti því að rannsóknin muni leiða í ljós hvað fór úrskeiðis svo hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir og þannig að garðurinn komist aftur í rétt horf. Ég vil ítreka trú mína á garðinn og stuðning við hann sem hefur áunnið sér traust og góðan orðstír, til dæmis á alþjóðavettvangi,“ segir í yfirlýsingu borgarstjórans Agustín Navarro Alvado. Innlegg frá Agustín Navarro Alvado.
Tengdar fréttir Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53