Erlent

Neoguri nálgast Japansstrendur

Jakob Bjarnar skrifar
Neoguri er ekkert lambið að leika sér við og búast menn meðal annars við því að hann nái að rífa öldhæð upp í fjóra metra.
Neoguri er ekkert lambið að leika sér við og búast menn meðal annars við því að hann nái að rífa öldhæð upp í fjóra metra. ap
Hundruð þúsund manns hafa verið hvött til að leita skjóls þar sem öflugur fellibylur nálgast nú strendur Japans-eyja óðfluga.

Hann heitir Neoguri, þessi tiltekni stormur  og á að fara yfir Japan seinna í dag, með mjög öflugum vindi og úrhellisrigningu. Flug hefur verið fellt niður og skólum lokað. Í japanska sjónvarpinu hafa verið sýndar af því myndir hvernig Neoguri rífur upp pálmatré með rótum. Spár gera ráð fyrir því að um sé að ræða einn mesta storm sem gengið hefur verið yfir Japan og er sagt að hann rífi ölduhæð uppí eina 14 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×