Innlent

Hvorki stórhlaup né eldgos í aðsigi

Gissur Sigurðsson skrifar
Svona leit Múlakvísl út árið 2011, en menn gera ekki ráð fyrir því að í hana hlaupi slíkur djöfulgangur nú.
Svona leit Múlakvísl út árið 2011, en menn gera ekki ráð fyrir því að í hana hlaupi slíkur djöfulgangur nú. visir/vilhelm
Veðurstofan varar enn við minniháttar jökulhlaupi í Múlakvísl, en þar hefur rafleiðni í vatni aukist og sömuleiðis í Jökulsá á Sólheimasandi. Þá hefur brennisteinslykt fundit af ánum.

Vísindamenn flugu yfir svæðið í gærkvöldi, og þótt skyggni hafi ekki verið eins og best verður á kosið, meta þeir stöðuna svo að hvorki stórhlaup né eldgos séu í aðsigi.

Mikil skjálftavirkni var í Mýrdalsjökli í fyrrinótt, en eitthvað virðist hafa dregið úr henni í nótt. Upptök skjálftanna voru á litlu dýpi en í aðdraganda eldgosa eru þau mun dýpri. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi vegna þessa, sem þýðir að aukið erfirlit er haft með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×